EVE Fanfest er hafið Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2016 10:29 Frá Fanfest 2014. Vísir/Rósa EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hófst nú í morgun. Þetta er í tólfta sinn sem Fanfest er haldið og fer hún fram í Hörpu. CCP mun kynna nýja leiki sína iog verkefni á sviði sýndarveruleika á hátíðinni og búist er við um 1.500 erlendum gestum og blaðamönnum. Allt í allt er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina. EVE Fanfest í ár samanstendur af 87 dagskrárliðum og má sjá dagskránna hér. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Fanfest hér að neðan og á Twitch. Dagskrá útsendingarinnar má sjá hér. Samkvæmt tilkynningu frá CCP horfa tugir þúsunda á útsendinguna á ári hverju. „EVE Fanfest er nú haldin tólfta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin árið 2004, ári eftir útgáfu leiksins EVE Online, á efri hæð Kaffi Sólon. Áskrifendur leiksins skipta í dag hundruðum þúsunda og eru eins og áður sagði stærstur hluti hátíðargesta Fanfest. Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og prufanir á nýjum leikjum og verkefnum verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð Hörpu þar sem kaupa má varning tengdum leikjum CCP, m.a. bækur og teiknimyndasögur. Gestir munu jafnramt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online yfir hátíðina, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í EVEokí karókí, tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum til stuðnings góðu málefni og fleira,“ segir í tilkynningunni. EVE Fanfest lýkur á laugardagskvöldið með tónleikum í Hörpu.Watch live video from CCP on www.twitch.tv Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hófst nú í morgun. Þetta er í tólfta sinn sem Fanfest er haldið og fer hún fram í Hörpu. CCP mun kynna nýja leiki sína iog verkefni á sviði sýndarveruleika á hátíðinni og búist er við um 1.500 erlendum gestum og blaðamönnum. Allt í allt er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina. EVE Fanfest í ár samanstendur af 87 dagskrárliðum og má sjá dagskránna hér. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Fanfest hér að neðan og á Twitch. Dagskrá útsendingarinnar má sjá hér. Samkvæmt tilkynningu frá CCP horfa tugir þúsunda á útsendinguna á ári hverju. „EVE Fanfest er nú haldin tólfta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin árið 2004, ári eftir útgáfu leiksins EVE Online, á efri hæð Kaffi Sólon. Áskrifendur leiksins skipta í dag hundruðum þúsunda og eru eins og áður sagði stærstur hluti hátíðargesta Fanfest. Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og prufanir á nýjum leikjum og verkefnum verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð Hörpu þar sem kaupa má varning tengdum leikjum CCP, m.a. bækur og teiknimyndasögur. Gestir munu jafnramt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online yfir hátíðina, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í EVEokí karókí, tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum til stuðnings góðu málefni og fleira,“ segir í tilkynningunni. EVE Fanfest lýkur á laugardagskvöldið með tónleikum í Hörpu.Watch live video from CCP on www.twitch.tv
Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira