Heldur hlustunarpartí og frumsýnir myndband sama kvöldið Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. apríl 2016 10:30 Aron Can ætlar að gefa út myndband og plötu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það. Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það.
Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira