„Þetta lítur ekki út eins og barn" Birta Björnsdóttir skrifar 8. maí 2016 19:30 Cleane með dóttur sína, Duda. Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða." Zíka Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða."
Zíka Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira