Ejub: Eigum ekki völl til að æfa svona skot Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2016 21:52 Ejub Purisevic er komin með þrjú stig. vísir/vilhelm Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með 2-1 sigurinn á Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla kvöld. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Hér má sjá annað þeirra. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með 2-1 sigurinn á Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla kvöld. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Hér má sjá annað þeirra. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19