„Það treysta allir öllum í Breiðholti” – Battlað í borginni Lóa Pind skrifar 1. maí 2016 15:37 „Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat. Battlað í borginni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat.
Battlað í borginni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira