Nico Rosberg fyrstur í mark í Rússlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. maí 2016 13:28 Nico Rosberg var ósnertanlegur í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Rosberg hefur nú unnið sjö keppnir í röð og leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna með 43 stigum. Hamilton tókst að berjast úr 10. sæti upp í annað. Sebastian Vettel datt út á fyrsta hring eftir samstuð við heimamanninn Daniil Kvyat á Red Bull. Nico Hulkenberg datt út líka á fyrsta hring á Force India, liðsfélagi hans, Sergio Perez þurfti að koma inn eftir fyrsta hring með sprungið dekk. Kvyat ók tvisvar á Vettel í fyrstu tveimur beygjunum. Fyrst beint aftan á Vettel og svo aftur einni beygju seinna. Vettel var allt annað en sáttur. „Það var keyrt tvisvar aftan á mig, hvað í fjandanum er í gangi hérna,“ sagði Vettel í talstöðinni. Kimi Raikkonen náði að komast fram úr landa sínum Valtteri Bottas í ræsingunni og þegar öryggisbíllinn fór inn var Rosberg fremstur með Raikkonen fyrir aftan sig og Bottas fyrir aftan hann. Bottas stal öðru sætinu af Raikkonen í endurræsingunni og Hamilton kom sér upp í fjórða sæti. Hamilton stal þriðja sætinu af Raikkonen á sjöunda hring. Raikkonen hafði reynt að taka annað sætið af Bottas og missti við það taktinn og Hamilton nýtti sér það.Ræsingin skóp keppnina í dag.Vísir/GettyHamilton þurfti þá næst að komast fram úr Bottas til að reyna að elta liðsfélaga sinn. Á meðan Hamilton reyndi það jók Rosberg forksot sitt á þvöguna jafnt og þétt. Bottas létti Hamilton lífið og tók þjónustuhlé við lok 16. hrings. Hamilton gaf allt í botn og tók svo þjónustuhlé á næsta hring. Hamilton tókst ekki að nýta þjónustuhléið til að komast fram úr Bottas en tókst það skömmu seinna. Raikkonen tókst svo að smeygja sér á milli Bottas og Hamilton eftir sitt þjónustuhlé á hring 20. Þegar Rosberg hafði tekið sitt þjónustuhlé var bilið á milli Hamilton og Rosberg um 13 sekúndur. Baráttan um áttunda sæti var mjög spennandi, Kevin Magnussen, Romain Grosjean, Daniel Ricciardo og Carlos Sainz börðust af hörku. Vélin gaf sig í bíl Max Verstappen á hring 35. Hamilton minnkaði bilið niður í 7 sekúndur með góðum hringjum í kringum hring 35. Um leið og allt fór að líta vel út fyrir Hamilton fékk hann að vita af vatnsþrýstingsvandamáli í bílnum. Rosberg svaraði þá með því að setja hraðasta hring keppninnar og nýtt brautarmet á Sochi brautinni. Bilið á milli þeirra tók að aukast aftur í kjölfar skilaboðanna til Hamiltons um að passa þrýstinginn. McLaren endaði með báða bílana í stigasæti í fyrsta skipti á tímabilinu.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 29. apríl 2016 14:17 Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. 30. apríl 2016 12:44 Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00 Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00 Rosberg: Formúlu 1 keppnir eru aldrei auðveldar Nico Rosberg á Mercedes náði í sinn 24. ráspól í dag. Hann ræsir fremstur í rússneska kappakstrinum á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. apríl 2016 14:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Rosberg hefur nú unnið sjö keppnir í röð og leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna með 43 stigum. Hamilton tókst að berjast úr 10. sæti upp í annað. Sebastian Vettel datt út á fyrsta hring eftir samstuð við heimamanninn Daniil Kvyat á Red Bull. Nico Hulkenberg datt út líka á fyrsta hring á Force India, liðsfélagi hans, Sergio Perez þurfti að koma inn eftir fyrsta hring með sprungið dekk. Kvyat ók tvisvar á Vettel í fyrstu tveimur beygjunum. Fyrst beint aftan á Vettel og svo aftur einni beygju seinna. Vettel var allt annað en sáttur. „Það var keyrt tvisvar aftan á mig, hvað í fjandanum er í gangi hérna,“ sagði Vettel í talstöðinni. Kimi Raikkonen náði að komast fram úr landa sínum Valtteri Bottas í ræsingunni og þegar öryggisbíllinn fór inn var Rosberg fremstur með Raikkonen fyrir aftan sig og Bottas fyrir aftan hann. Bottas stal öðru sætinu af Raikkonen í endurræsingunni og Hamilton kom sér upp í fjórða sæti. Hamilton stal þriðja sætinu af Raikkonen á sjöunda hring. Raikkonen hafði reynt að taka annað sætið af Bottas og missti við það taktinn og Hamilton nýtti sér það.Ræsingin skóp keppnina í dag.Vísir/GettyHamilton þurfti þá næst að komast fram úr Bottas til að reyna að elta liðsfélaga sinn. Á meðan Hamilton reyndi það jók Rosberg forksot sitt á þvöguna jafnt og þétt. Bottas létti Hamilton lífið og tók þjónustuhlé við lok 16. hrings. Hamilton gaf allt í botn og tók svo þjónustuhlé á næsta hring. Hamilton tókst ekki að nýta þjónustuhléið til að komast fram úr Bottas en tókst það skömmu seinna. Raikkonen tókst svo að smeygja sér á milli Bottas og Hamilton eftir sitt þjónustuhlé á hring 20. Þegar Rosberg hafði tekið sitt þjónustuhlé var bilið á milli Hamilton og Rosberg um 13 sekúndur. Baráttan um áttunda sæti var mjög spennandi, Kevin Magnussen, Romain Grosjean, Daniel Ricciardo og Carlos Sainz börðust af hörku. Vélin gaf sig í bíl Max Verstappen á hring 35. Hamilton minnkaði bilið niður í 7 sekúndur með góðum hringjum í kringum hring 35. Um leið og allt fór að líta vel út fyrir Hamilton fékk hann að vita af vatnsþrýstingsvandamáli í bílnum. Rosberg svaraði þá með því að setja hraðasta hring keppninnar og nýtt brautarmet á Sochi brautinni. Bilið á milli þeirra tók að aukast aftur í kjölfar skilaboðanna til Hamiltons um að passa þrýstinginn. McLaren endaði með báða bílana í stigasæti í fyrsta skipti á tímabilinu.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 29. apríl 2016 14:17 Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. 30. apríl 2016 12:44 Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00 Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00 Rosberg: Formúlu 1 keppnir eru aldrei auðveldar Nico Rosberg á Mercedes náði í sinn 24. ráspól í dag. Hann ræsir fremstur í rússneska kappakstrinum á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. apríl 2016 14:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar í Rússlandi, liðsfélagi hans hjá Mercedes Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 29. apríl 2016 14:17
Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji. 30. apríl 2016 12:44
Arrivabene talar niður uppfærslu Ferrari Ferrari mun mæta með uppfærðar vélar til Rússlands um helgina. Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segir uppfærsluna ekki stórfenglega. 27. apríl 2016 23:00
Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu Sebastian Vettel fær fimm sæta refsingu á ráslínunni fyrir rússneska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Vettel þurfti nýjan gírkassa eftir bilun sem varð í Kína. 30. apríl 2016 06:00
Rosberg: Formúlu 1 keppnir eru aldrei auðveldar Nico Rosberg á Mercedes náði í sinn 24. ráspól í dag. Hann ræsir fremstur í rússneska kappakstrinum á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. apríl 2016 14:00