Minnismerki um Abel Dhaira á búningum ÍBV í allt sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2016 13:29 Mnnismerkið um Abel Dhaira á búningi ÍBV og Abel í leik með ÍBV. Mynd/Knattspyrnudeild ÍBV Eyjamenn ætla að minnast markvarðarins Abel Dhaira í Pepsi-deildinni í sumar en Úgandamaðurinn lést í lok mars eftir baráttu við krabbamein, aðeins 28 ára gamall. ÍBV-liðið mun leika með minnismerki um Abel Dhaira á búningum sínum í sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. ÍBV fékk sérstakt leyfi frá KSÍ til að setja merkið, Abel Dhaira #1, á búninginn fyrir Pepsí-deildina 2016. ÍBV þakkar KSÍ fyrir skilning og stuðning á aðstæðum í fyrrnefndri fréttatilkynningu. ÍBV spilar fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deildinni á Hásteinsvelli í dag þegar Skagamenn koma í heimsókn. Fyrir leikinn í dag verður stund til minningar um Abel sem og fyrrverandi stjórnarmann knattspyrnuráðs ÍBV, Eggert Garðarsson, sem lést snemma á árinu. Abel greindist með krabbamein í kviðarholi seint á síðasta ári og var skorinn upp vegna meinsins í heimalandi sínu á aðfangadag í fyrra. Hann kom til Íslands í byrjun árs og hóf þá læknismeðferð. Meinið hafði hins vegar dreift sér víða um líkama Abels svo ekki var við ráðið. Eyjamenn hafa stutt afar vel við Abel og fjölskyldu hans og settu meðal annars af stað fjársöfnun fyrir Abel sem gekk vonum framar en fjölmörg félög gáfu m.a. sektarsjóði sína. Þann 6. mars fór líka fram styrktarleikur fyrir Abel þar sem úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætti nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV. Eyjamenn eiga mikinn heiður skilinn fyrir hvernig þeir hafa tekið á þessu erfiða máli sem hafði mikil áhrif á alla sem fylgst hafa með íslenskri knattspyrnu síðustu ár. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir var við útför Abel í Úganda Knattspyrnumarkvörðurinn Abel Dhaira var jarðsettur í Úganda í dag. 6. apríl 2016 22:21 „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Minningarathöfn um Abel í Vestmannaeyjum Markvarðarins minnst í Vestmannaeyjum á sunnudag. 31. mars 2016 12:51 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Eyjamenn ætla að minnast markvarðarins Abel Dhaira í Pepsi-deildinni í sumar en Úgandamaðurinn lést í lok mars eftir baráttu við krabbamein, aðeins 28 ára gamall. ÍBV-liðið mun leika með minnismerki um Abel Dhaira á búningum sínum í sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. ÍBV fékk sérstakt leyfi frá KSÍ til að setja merkið, Abel Dhaira #1, á búninginn fyrir Pepsí-deildina 2016. ÍBV þakkar KSÍ fyrir skilning og stuðning á aðstæðum í fyrrnefndri fréttatilkynningu. ÍBV spilar fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deildinni á Hásteinsvelli í dag þegar Skagamenn koma í heimsókn. Fyrir leikinn í dag verður stund til minningar um Abel sem og fyrrverandi stjórnarmann knattspyrnuráðs ÍBV, Eggert Garðarsson, sem lést snemma á árinu. Abel greindist með krabbamein í kviðarholi seint á síðasta ári og var skorinn upp vegna meinsins í heimalandi sínu á aðfangadag í fyrra. Hann kom til Íslands í byrjun árs og hóf þá læknismeðferð. Meinið hafði hins vegar dreift sér víða um líkama Abels svo ekki var við ráðið. Eyjamenn hafa stutt afar vel við Abel og fjölskyldu hans og settu meðal annars af stað fjársöfnun fyrir Abel sem gekk vonum framar en fjölmörg félög gáfu m.a. sektarsjóði sína. Þann 6. mars fór líka fram styrktarleikur fyrir Abel þar sem úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætti nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV. Eyjamenn eiga mikinn heiður skilinn fyrir hvernig þeir hafa tekið á þessu erfiða máli sem hafði mikil áhrif á alla sem fylgst hafa með íslenskri knattspyrnu síðustu ár.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir var við útför Abel í Úganda Knattspyrnumarkvörðurinn Abel Dhaira var jarðsettur í Úganda í dag. 6. apríl 2016 22:21 „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Minningarathöfn um Abel í Vestmannaeyjum Markvarðarins minnst í Vestmannaeyjum á sunnudag. 31. mars 2016 12:51 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Heimir var við útför Abel í Úganda Knattspyrnumarkvörðurinn Abel Dhaira var jarðsettur í Úganda í dag. 6. apríl 2016 22:21
„Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52
Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16
Minningarathöfn um Abel í Vestmannaeyjum Markvarðarins minnst í Vestmannaeyjum á sunnudag. 31. mars 2016 12:51
Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01