Bleikjan kemur vel undan vetri í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 21. maí 2016 10:00 Flott bleikja úr Hraunsfirði Mynd: Þórir Traustason Hraunsfjörður er eitt þekktasta vígi sjóbleikjunnar á vesturlandi en þarna má oft ná í vænar bleikjur. Bleikjan sem heldur til í vatninu allt árið virðist koma afskaplega vel undan vetri en þeir sem hafa kíkt í Hraunsfjörðin síðustu daga hafa kannski ekki veitt þær margar en þeir eru vel haldnar og vænar. Algengt er að ná 2-3 punda bleikjum og nokkrar vænni en það hafa slitið sig lausar. Þeir sem þekkja vatnið vel gera yfirleitt alltaf einhverja veiði en eins og veiðimenn þekkja er bleikjan ansi dyntótt og suma daga, þrátt fyrir að sjá vakir, er engin taka á flugur veiðimanna. Síðan gerist eitthvað sem breytir aðstæðum aðeins og þá eru allir með á í einu. Hraunsfjörður er annars um margt merkilegt vatn en í það gengur sjóbleikja, lax og stöku sjóbirtingur og í því er líka staðbundin bleikja og flundra en hún þykir frekar meinsemd í vatninu frekar en eitthvað annað því hún étur hrognin undan bleikjunni í hrygningu. Hraunsfjörður er hluti af Veiðikortinu. Mest lesið 75 ára afmæli SVFR Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði
Hraunsfjörður er eitt þekktasta vígi sjóbleikjunnar á vesturlandi en þarna má oft ná í vænar bleikjur. Bleikjan sem heldur til í vatninu allt árið virðist koma afskaplega vel undan vetri en þeir sem hafa kíkt í Hraunsfjörðin síðustu daga hafa kannski ekki veitt þær margar en þeir eru vel haldnar og vænar. Algengt er að ná 2-3 punda bleikjum og nokkrar vænni en það hafa slitið sig lausar. Þeir sem þekkja vatnið vel gera yfirleitt alltaf einhverja veiði en eins og veiðimenn þekkja er bleikjan ansi dyntótt og suma daga, þrátt fyrir að sjá vakir, er engin taka á flugur veiðimanna. Síðan gerist eitthvað sem breytir aðstæðum aðeins og þá eru allir með á í einu. Hraunsfjörður er annars um margt merkilegt vatn en í það gengur sjóbleikja, lax og stöku sjóbirtingur og í því er líka staðbundin bleikja og flundra en hún þykir frekar meinsemd í vatninu frekar en eitthvað annað því hún étur hrognin undan bleikjunni í hrygningu. Hraunsfjörður er hluti af Veiðikortinu.
Mest lesið 75 ára afmæli SVFR Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði