Leyfa konunum ekki að vera með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 11:30 Phil Mickelson með fjölskyldu sinni eftir að hann vann opna breska á Muirfield golfvellinum árið 2013. Vísir/Getty Meðlimir Muirfield-golfklúbbsins í Skotlandi felldu þá tillögu að leyfa konum að ganga í þennan fræga golfklúbb. Muirfield er einn af golfvöllunum sem hýsa reglulega opna breska meistaramótið í golfi en mótið fór síðast fram þar árið 2013 þegar Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson fagnaði sigri. Meðlimir Muirfield-golfklúbbsins voru búnir að velta fyrir sér þessari tillögu í tvö ár en 432 af 648 meðlimum þurfti að segja já svo að konur fengju leyfi að ganga í klúbbinn. Meðal þeirra sem hafa unnið breska meistaramótið á Muirfield-golfvellinum eru þeir Jack Nicklaus (1966), Tom Watson (1980), Nick Faldo (1987 og 1992) og Ernie Els (2002). Muirfield og Royal Troon eru einu klúbbarnir sem hýsa opna breska meistaramótið sem leyfi ekki konum að taka þátt. Royal Troon heldur mótið í ár en þar er sér karla- og kvennaklúbbur. Meðlimir Royal Troon eru að velta því fyrir sér í dag hvort að það sé rétt að breyta því. Þessi atkvæðagreiðsla mun hafa þær afleiðingar í för með sér fyrir Muirfield-golfklúbbinn að hann fær ekki að halda aftur opna breska meistaramótið í golfi og það breytist ekki fyrr en konurnar fá að ganga í klúbbinn. Það er því líklegt að slík pressa muni á endanum bera árangur og meðlimir klúbbsins átti sig á því að það er komið árið 2016. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Meðlimir Muirfield-golfklúbbsins í Skotlandi felldu þá tillögu að leyfa konum að ganga í þennan fræga golfklúbb. Muirfield er einn af golfvöllunum sem hýsa reglulega opna breska meistaramótið í golfi en mótið fór síðast fram þar árið 2013 þegar Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson fagnaði sigri. Meðlimir Muirfield-golfklúbbsins voru búnir að velta fyrir sér þessari tillögu í tvö ár en 432 af 648 meðlimum þurfti að segja já svo að konur fengju leyfi að ganga í klúbbinn. Meðal þeirra sem hafa unnið breska meistaramótið á Muirfield-golfvellinum eru þeir Jack Nicklaus (1966), Tom Watson (1980), Nick Faldo (1987 og 1992) og Ernie Els (2002). Muirfield og Royal Troon eru einu klúbbarnir sem hýsa opna breska meistaramótið sem leyfi ekki konum að taka þátt. Royal Troon heldur mótið í ár en þar er sér karla- og kvennaklúbbur. Meðlimir Royal Troon eru að velta því fyrir sér í dag hvort að það sé rétt að breyta því. Þessi atkvæðagreiðsla mun hafa þær afleiðingar í för með sér fyrir Muirfield-golfklúbbinn að hann fær ekki að halda aftur opna breska meistaramótið í golfi og það breytist ekki fyrr en konurnar fá að ganga í klúbbinn. Það er því líklegt að slík pressa muni á endanum bera árangur og meðlimir klúbbsins átti sig á því að það er komið árið 2016.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira