Erlent

Zika-veiran gæti borist til Evrópu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vírusinn smitast með moskítóflugum.
Vírusinn smitast með moskítóflugum. Vísir/EPA
Búist er við að Zika-veiran svokallaða berist til Evrópu í sumar. Útbreiðsla hennar er þó talin verða óveruleg en misjöfn eftir svæðum, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).  Stofnunin kallar eftir því að þjóðir grípi til viðeigandi ráðstafana.

Hætta á útbreiðslu veirunnar er talin mest við strendur Svartahafs við Rússland og Georgíu og á Madeira-eyjum, þar sem Aedes-moskítóflugur þrífast. Þá er einhver hætta talin á að veiran breiði úr sér í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu og Grikklandi en lítil hætta í Bretlandi.

Stofnunin segir flest lönd vel í stakk búin til að takast á við Zika-smit, en að einhverjar þjóðir þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Búist sé við að hún geri vart við sig í allt að 54 löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×