Fækkun fæðinga Frosti Logason skrifar 19. maí 2016 07:00 Þegar ég var nítján ára gamall sótti ég tveggja mánaða þýskunámskeið hjá hinni rómuðu Goethe-stofnun í Bonn, fyrrverandi höfuðborg Vestur-Þýskalands. Ég hafði keyrt út Domino’s-pitsur allt árið á undan og náði þannig að nurla saman fyrir þessum kostnaðarsömu tveimur mánuðum, sem voru svo alger lúxus, þannig að ég sá ekki eftir því. Í skólanum kynntist ég fólki frá öllum heimshornum og eignaðist marga góða vini. Sænsku töffararnir Johan og Tobias voru flottastir. Nokkrum árum eldri en ég og með allt á hreinu. Það var ekki laust við að maður öfundaði þá félaga þegar þeir tjáðu mér að þeir borguðu ekki krónu fyrir þýskuskólann. Þeir voru þarna, aðalgaurarnir á heimavistinni, með allt borgað undir sig af sænska velferðarríkinu. Takk fyrir. Í dag er sænski töffarinn Johan nýbúinn að eignast sitt þriðja barn í heimalandinu Svíþjóð og er á leiðinni í níu mánaða fæðingarorlof. Sænskir foreldrar fá 480 daga í orlof og af því eru minnst 90 dagar teknir frá fyrir föðurinn. Það er hugsað sem hvatning til að fleiri feður eyði meiri tíma með ungbörnum sínum. Árið 2014 tóku feður 25 prósent af öllu fæðingarorlofi í Svíþjóð. Á sama tíma er hröð fækkun fæðinga orðin áhyggjuefni á Íslandi. Íslenskir foreldrar fá saman mest 270 daga í orlof með 350 þúsund króna þaki á hámarksgreiðslum. Í Svíþjóð er hámarkið rúmlega 200 þúsund krónum hærra. Ég er ekki endilega viss um að ég ætti orðið þrjú börn ef ég væri búsettur í Svíþjóð, en ég er nokkuð viss um að sænski töffarinn Johan mundi hugsa sig tvisvar um áður en hann eignaðist eitt barn á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun
Þegar ég var nítján ára gamall sótti ég tveggja mánaða þýskunámskeið hjá hinni rómuðu Goethe-stofnun í Bonn, fyrrverandi höfuðborg Vestur-Þýskalands. Ég hafði keyrt út Domino’s-pitsur allt árið á undan og náði þannig að nurla saman fyrir þessum kostnaðarsömu tveimur mánuðum, sem voru svo alger lúxus, þannig að ég sá ekki eftir því. Í skólanum kynntist ég fólki frá öllum heimshornum og eignaðist marga góða vini. Sænsku töffararnir Johan og Tobias voru flottastir. Nokkrum árum eldri en ég og með allt á hreinu. Það var ekki laust við að maður öfundaði þá félaga þegar þeir tjáðu mér að þeir borguðu ekki krónu fyrir þýskuskólann. Þeir voru þarna, aðalgaurarnir á heimavistinni, með allt borgað undir sig af sænska velferðarríkinu. Takk fyrir. Í dag er sænski töffarinn Johan nýbúinn að eignast sitt þriðja barn í heimalandinu Svíþjóð og er á leiðinni í níu mánaða fæðingarorlof. Sænskir foreldrar fá 480 daga í orlof og af því eru minnst 90 dagar teknir frá fyrir föðurinn. Það er hugsað sem hvatning til að fleiri feður eyði meiri tíma með ungbörnum sínum. Árið 2014 tóku feður 25 prósent af öllu fæðingarorlofi í Svíþjóð. Á sama tíma er hröð fækkun fæðinga orðin áhyggjuefni á Íslandi. Íslenskir foreldrar fá saman mest 270 daga í orlof með 350 þúsund króna þaki á hámarksgreiðslum. Í Svíþjóð er hámarkið rúmlega 200 þúsund krónum hærra. Ég er ekki endilega viss um að ég ætti orðið þrjú börn ef ég væri búsettur í Svíþjóð, en ég er nokkuð viss um að sænski töffarinn Johan mundi hugsa sig tvisvar um áður en hann eignaðist eitt barn á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun