Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2016 15:00 Ung Cersei Lannister á leið til nornar. A Song of Ice and Fire bækurnar, sem og Game of Thrones þættirnir, eru stútfullar af hinum ýmsu spádómum og sýnum. Reynst hefur erfitt að túlka spádómana rétt og eru þeir oftar en ekki túlkaðir á mismunandi hátt. Lesendur hafa í raun reynt að komast til botns í spádómum sögunnar frá því að fyrsta bókin kom út fyrir tveimur áratugum. Hér að neðan verður farið yfir helstu spádómana og hvaða áhrif þeir gætu haft á framvinduna í Westeros og Essos. Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Game of Thrones þáttunum og A Song of Ice and Fire bókunum. Þar að auki verða teknar fyrir nokkrar kenningar og vangaveltur um framvindu sögunnar.Einhverjir vilja ef til vill láta staðar numið hér.Síðasti séns. Þið hin, verið velkomin.Þegar kemur að spádómum og sýnum í söguheimi George RR Martin er af nógu að taka. Þeir eru ófáir karakterarnir sem hafa dreymt um atriði sem eiga eftir að gerast. Þá hafa einnig komið fram spádómar sem hafa ekki ræst. „Spádómur er eins og hálfþjálfaður múlasni,“ sagði Tyrion Lannister. „Um leið og hann lítur út fyrir að koma að notum, sparkar hann í höfuðið á þér.“ Spádómar í ASOIAF þykja mis mikilvægir en við ætlum að byrja á einum sem tengist lokum síðasta þáttar.Daenerys í Vaes Dothrak.Mynd/HBODaenerys Targaryen myrti helstu höfðingja Dothraki fólksins og virtist vinna sér hollustu þjóðflokksins.Stóðhesturinn sem ríður heiminum (e. Stallion who Mounts the World) Þetta er spádómur sem Daenerys heyrði í fyrstu bókinni í hinni helgu höfuðborg Dothraki, Vaes Dothrak. Hún hafði þá nýlega gifst Khal Drogo og þurfti að ganga í gegnum ákveðinn trúarsið. Daenerys þurfti að borða hjarta stóðhests. Dosh Khaleen, ekkjur fallinna Khala, spá þá fyrir um Stóðhestinn sem ríður heiminum. Hann verði foringi foringja og muni leiða alla Dothraki til orrustu um jörðina alla. Daenerys túlkar spádóminn á þann veg að sonur hennar og Khal Drogo muni sigra heiminn allan. Sonur þeirra, Rhaego, fæddist þó andvana og afmyndaður og Drogo var heiladauður vegna galdra nornarinnar Mirri Maz Duur. Tveir möguleikar eru í stöðunni sem njóta mikillar hylli lesenda og áhorfenda. Þeir eru að Drogon, svarti drekinn, sé SWMW, eða jafnvel Daenerys sjálf. Daenerys virðist nú komin langleiðina með að uppfylla spádómin þar sem hún hefur gert sig að leiðtoga Dothraki fólksins.Annar fyrirferðarmikill spádómur er um Azor Ahai, eða The Prince That Was Promised. Hann fjallar um að forn hetja sem barðist með rauðu logandi sverði muni snúa aftur og leiða heiminn gegn illum öflum. Sú saga tengist líklega sögunni um síðustu hetjuna, sem barðist gegn The Others (White Walkers, hinir ódauðlegu) fyrir þúsundum ára. Það hefur þó ekki verið staðfest. „When the red star bleeds and the darkness gathers, Azor Ahai shall be born again amidst smoke and salt to wake dragons out of stone.“Sjá einnig: Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins?Hinn sífellt glaðlyndi Jon Snow þykir líklegastur til að vera Azor Ahai og þá kannski sérstaklega eftir að Melisandre vakti hann upp frá dauðum. Melisandre taldi lengi að Stannis væri sá sem spádómurinn fjallaði um, en nú er hún staðráðin í að það sé í raun Jon Snow. Eins og kom fram í samtali hennar við Ser Davos Seaworth í síðasta þætti. Auk þess dreymir Jon Snow í bókinni A Dance with Dragons að hann berjist gegn hinum ódauðu á toppi Veggsins og að hann haldi á rauðu logandi sverði. Að lokum eru aðstæðurnar þegar hann er myrtur í bókunum nokkuð efnilegar og þá sérstaklega ef hann er í raun sonur Rhaeger Targaryen og Lyanna Stark. (Sem við hljótum nú að fara að fá staðfest bráðum)Maester Aemon Targaryen.Mynd/HBOFóru þýðendurnir kynvillt? Margir telja hins vegar að Daenerys sé Azor Ahai og hún hafi þegar endurfæðst sem hetjan, þegar hún gekk inn í bálköst Khal Drogo með drekaeggin í fyrstu seríu. Þá var Maester Aemon Targaryen sannfærður um að spádómurinn væri um hana og hafði hann nokkuð fyrir sér. Hann sagði þýðinguna á spádóminum hafa verið ranga. Hún hefði verið byggð á orðinu Dreki en drekar væri hvorki karlkyns né kvenkyns. Þar að auki vakti hún til dæmis drekana sína til lífs úr steingerðum eggjum, þegar hún gekk í bálköstinn og morguninn eftir sást rauð halastjarna á himni í fyrsta sinn. Sbr. „when the red star bleeds“.Gyllt líkklæði Snúum okkur nú að einum spádómi til viðbótar. Svo virðist sem að fáir áhorfendur trúi því að Tommen konungur muni lifa þessa þáttaröð af. Þar komum við að spádómi sem Cersei heyrði þegar hún var ung. Það er þegar nornin Maggy The Frog spáði fyrir ungri Cersei Lannister með blóðgöldrum. Þá fékk Cersei að spyrja norina þriggja spurninga. Búið var að ákveða að hún myndi giftast prinsinum Rhaegar Targaryen, syni Aerys II hins brjálaða, og spurði Cersei nornina hvenær það myndi gerast. „Þú munt aldrei giftast prinsinum, heldur konunginum,“ svaraði froskurinn. Það reyndist rétt. Cersei giftist ekki Rhaegar, heldur Robert Baratheon, sem drap Rhaegar og varð konungur eftir byltingu. Því næst spurði Cersei nornina hvort hún yrði ekki örugglega drottning. Svarið var jú. Þar til önnur yngri og fegurri drottning tekur við. Líklegast er þar átt við Margaery Tyrell en það gæti einnig verið um Daenerys, sem er heldur ólíklegra. Hvort sem það er þá hefur það verið gert ljóst að Cersei er ekki lengur drottning, heldur eingöngu móðir konungsins. Þriðja spurning Cersei sneri að því hvort hún og konungurinn myndu eignast börn saman. Nei var svarið. Maggy sagði að konungurinn myndi eignast sextán börn, sem er ekkert ólíklegt miðað við hvað Robert var mikið svín, og að Cersei myndi eignast þrjú. „Krúnur þeirra verða gylltar og líkklæði þeirra verða einnig gyllt.“ Börn Cersei voru einmitt þrjú. Joffrey, Myrcella og Tommen. Hún eignaðist þau ekki með Robert heldur með Jamie bróður sínum og voru þau öll með gyllta hárið sem einkennir Lannister ættina. Joffrey og Myrcella eru bæði dáinn og miðað við hve nákvæmir spádómar Maggy hafa hingað til verið, gefur það talinu um dauða Tommen byr undir báða vængi. Fyrir áhugsama þá er hægt að skoða hina fjölmörgu spádóma og sýnir frekar hér og hér. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Game of Thrones: Fullur eftirsjár Leikari leggur línurnar fyrir karakter sinn. (Ekki Bronn) 12. maí 2016 21:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
A Song of Ice and Fire bækurnar, sem og Game of Thrones þættirnir, eru stútfullar af hinum ýmsu spádómum og sýnum. Reynst hefur erfitt að túlka spádómana rétt og eru þeir oftar en ekki túlkaðir á mismunandi hátt. Lesendur hafa í raun reynt að komast til botns í spádómum sögunnar frá því að fyrsta bókin kom út fyrir tveimur áratugum. Hér að neðan verður farið yfir helstu spádómana og hvaða áhrif þeir gætu haft á framvinduna í Westeros og Essos. Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Game of Thrones þáttunum og A Song of Ice and Fire bókunum. Þar að auki verða teknar fyrir nokkrar kenningar og vangaveltur um framvindu sögunnar.Einhverjir vilja ef til vill láta staðar numið hér.Síðasti séns. Þið hin, verið velkomin.Þegar kemur að spádómum og sýnum í söguheimi George RR Martin er af nógu að taka. Þeir eru ófáir karakterarnir sem hafa dreymt um atriði sem eiga eftir að gerast. Þá hafa einnig komið fram spádómar sem hafa ekki ræst. „Spádómur er eins og hálfþjálfaður múlasni,“ sagði Tyrion Lannister. „Um leið og hann lítur út fyrir að koma að notum, sparkar hann í höfuðið á þér.“ Spádómar í ASOIAF þykja mis mikilvægir en við ætlum að byrja á einum sem tengist lokum síðasta þáttar.Daenerys í Vaes Dothrak.Mynd/HBODaenerys Targaryen myrti helstu höfðingja Dothraki fólksins og virtist vinna sér hollustu þjóðflokksins.Stóðhesturinn sem ríður heiminum (e. Stallion who Mounts the World) Þetta er spádómur sem Daenerys heyrði í fyrstu bókinni í hinni helgu höfuðborg Dothraki, Vaes Dothrak. Hún hafði þá nýlega gifst Khal Drogo og þurfti að ganga í gegnum ákveðinn trúarsið. Daenerys þurfti að borða hjarta stóðhests. Dosh Khaleen, ekkjur fallinna Khala, spá þá fyrir um Stóðhestinn sem ríður heiminum. Hann verði foringi foringja og muni leiða alla Dothraki til orrustu um jörðina alla. Daenerys túlkar spádóminn á þann veg að sonur hennar og Khal Drogo muni sigra heiminn allan. Sonur þeirra, Rhaego, fæddist þó andvana og afmyndaður og Drogo var heiladauður vegna galdra nornarinnar Mirri Maz Duur. Tveir möguleikar eru í stöðunni sem njóta mikillar hylli lesenda og áhorfenda. Þeir eru að Drogon, svarti drekinn, sé SWMW, eða jafnvel Daenerys sjálf. Daenerys virðist nú komin langleiðina með að uppfylla spádómin þar sem hún hefur gert sig að leiðtoga Dothraki fólksins.Annar fyrirferðarmikill spádómur er um Azor Ahai, eða The Prince That Was Promised. Hann fjallar um að forn hetja sem barðist með rauðu logandi sverði muni snúa aftur og leiða heiminn gegn illum öflum. Sú saga tengist líklega sögunni um síðustu hetjuna, sem barðist gegn The Others (White Walkers, hinir ódauðlegu) fyrir þúsundum ára. Það hefur þó ekki verið staðfest. „When the red star bleeds and the darkness gathers, Azor Ahai shall be born again amidst smoke and salt to wake dragons out of stone.“Sjá einnig: Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins?Hinn sífellt glaðlyndi Jon Snow þykir líklegastur til að vera Azor Ahai og þá kannski sérstaklega eftir að Melisandre vakti hann upp frá dauðum. Melisandre taldi lengi að Stannis væri sá sem spádómurinn fjallaði um, en nú er hún staðráðin í að það sé í raun Jon Snow. Eins og kom fram í samtali hennar við Ser Davos Seaworth í síðasta þætti. Auk þess dreymir Jon Snow í bókinni A Dance with Dragons að hann berjist gegn hinum ódauðu á toppi Veggsins og að hann haldi á rauðu logandi sverði. Að lokum eru aðstæðurnar þegar hann er myrtur í bókunum nokkuð efnilegar og þá sérstaklega ef hann er í raun sonur Rhaeger Targaryen og Lyanna Stark. (Sem við hljótum nú að fara að fá staðfest bráðum)Maester Aemon Targaryen.Mynd/HBOFóru þýðendurnir kynvillt? Margir telja hins vegar að Daenerys sé Azor Ahai og hún hafi þegar endurfæðst sem hetjan, þegar hún gekk inn í bálköst Khal Drogo með drekaeggin í fyrstu seríu. Þá var Maester Aemon Targaryen sannfærður um að spádómurinn væri um hana og hafði hann nokkuð fyrir sér. Hann sagði þýðinguna á spádóminum hafa verið ranga. Hún hefði verið byggð á orðinu Dreki en drekar væri hvorki karlkyns né kvenkyns. Þar að auki vakti hún til dæmis drekana sína til lífs úr steingerðum eggjum, þegar hún gekk í bálköstinn og morguninn eftir sást rauð halastjarna á himni í fyrsta sinn. Sbr. „when the red star bleeds“.Gyllt líkklæði Snúum okkur nú að einum spádómi til viðbótar. Svo virðist sem að fáir áhorfendur trúi því að Tommen konungur muni lifa þessa þáttaröð af. Þar komum við að spádómi sem Cersei heyrði þegar hún var ung. Það er þegar nornin Maggy The Frog spáði fyrir ungri Cersei Lannister með blóðgöldrum. Þá fékk Cersei að spyrja norina þriggja spurninga. Búið var að ákveða að hún myndi giftast prinsinum Rhaegar Targaryen, syni Aerys II hins brjálaða, og spurði Cersei nornina hvenær það myndi gerast. „Þú munt aldrei giftast prinsinum, heldur konunginum,“ svaraði froskurinn. Það reyndist rétt. Cersei giftist ekki Rhaegar, heldur Robert Baratheon, sem drap Rhaegar og varð konungur eftir byltingu. Því næst spurði Cersei nornina hvort hún yrði ekki örugglega drottning. Svarið var jú. Þar til önnur yngri og fegurri drottning tekur við. Líklegast er þar átt við Margaery Tyrell en það gæti einnig verið um Daenerys, sem er heldur ólíklegra. Hvort sem það er þá hefur það verið gert ljóst að Cersei er ekki lengur drottning, heldur eingöngu móðir konungsins. Þriðja spurning Cersei sneri að því hvort hún og konungurinn myndu eignast börn saman. Nei var svarið. Maggy sagði að konungurinn myndi eignast sextán börn, sem er ekkert ólíklegt miðað við hvað Robert var mikið svín, og að Cersei myndi eignast þrjú. „Krúnur þeirra verða gylltar og líkklæði þeirra verða einnig gyllt.“ Börn Cersei voru einmitt þrjú. Joffrey, Myrcella og Tommen. Hún eignaðist þau ekki með Robert heldur með Jamie bróður sínum og voru þau öll með gyllta hárið sem einkennir Lannister ættina. Joffrey og Myrcella eru bæði dáinn og miðað við hve nákvæmir spádómar Maggy hafa hingað til verið, gefur það talinu um dauða Tommen byr undir báða vængi. Fyrir áhugsama þá er hægt að skoða hina fjölmörgu spádóma og sýnir frekar hér og hér.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Game of Thrones: Fullur eftirsjár Leikari leggur línurnar fyrir karakter sinn. (Ekki Bronn) 12. maí 2016 21:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30
Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00
Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00
Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30
Game of Thrones: Fullur eftirsjár Leikari leggur línurnar fyrir karakter sinn. (Ekki Bronn) 12. maí 2016 21:00