Einar: Ef þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég Anton Ingi Leifsson skrifar 17. maí 2016 19:45 Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira