Day kom, sá og sigraði á Players Anton Ingi Leifsson skrifar 16. maí 2016 11:00 Jason Day fagnar sínum öðrum risatitli. vísir/getty Ástralinn Jason Day kom sá og sigraði á Players-meistaramótinu sem lauk í Flórída í nótt, en hann spilaði frábært golf. Bandaríkjamenn röðuðu sér í næstu fjögur sæti. Day byrjaði mótið frábærlega og spilaði fyrsta hringinn á níu undir pari og var í sérflokki, en næsta hring spilaði hann á sex undir og var fimmtán höggum undir pari eftir tvo hringi. Hann steig þó smá feilspor á þriðja hring, en rosalegur vindur var á vellinum og réðu spilararnir lítið við vindinn. Hann spilaði þá á einu höggi yfir pari, en á fjórða hringnum spilaði hann á einu undir pari og endaði á fimmtán undir pari. Hann fær dágóða summu í sinn vasa, en Day er talinn einn besti kylfingurinn í heiminum í dag ef ekki sá besti. Kevin Chappell endaði í öðru sætinu, en hann spilaði á ellefu höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring annan daginn, en þá spilaði hann á fimm höggum undir pari. Í þriðja sæti enduðu þeir Ken Duke, Matt Kuchar, Colt Knost og Justin Thomas, en þeir spiluðu allir á tíu höggum undir pari. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ástralinn Jason Day kom sá og sigraði á Players-meistaramótinu sem lauk í Flórída í nótt, en hann spilaði frábært golf. Bandaríkjamenn röðuðu sér í næstu fjögur sæti. Day byrjaði mótið frábærlega og spilaði fyrsta hringinn á níu undir pari og var í sérflokki, en næsta hring spilaði hann á sex undir og var fimmtán höggum undir pari eftir tvo hringi. Hann steig þó smá feilspor á þriðja hring, en rosalegur vindur var á vellinum og réðu spilararnir lítið við vindinn. Hann spilaði þá á einu höggi yfir pari, en á fjórða hringnum spilaði hann á einu undir pari og endaði á fimmtán undir pari. Hann fær dágóða summu í sinn vasa, en Day er talinn einn besti kylfingurinn í heiminum í dag ef ekki sá besti. Kevin Chappell endaði í öðru sætinu, en hann spilaði á ellefu höggum undir pari. Hann spilaði sinn besta hring annan daginn, en þá spilaði hann á fimm höggum undir pari. Í þriðja sæti enduðu þeir Ken Duke, Matt Kuchar, Colt Knost og Justin Thomas, en þeir spiluðu allir á tíu höggum undir pari.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira