Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:27 Milos Milojevic var ekki sáttur með þriðja aðilann. vísir/anton brink Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira