Valdís aðeins einu högg frá efsta sætinu | Náði sínum besta árangri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2016 16:48 Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Mynd/Golfsamband Íslands Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni náði sínum besta árangri á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu sem lauk á Spáni í dag. Valdís endaði í þriðja sæti á þremur höggum undir pari vallar og var hún aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 23. sæti á +2 samtals. Þetta er fyrsta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra fór í aðgerð í byrjun febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri og hefur hún verið í endurhæfingu frá þeim tíma. Valdís Þóra lék á 133 höggum, var tveimur undir pari á fyrsta hring og einu höggi undir pari á öðrum hring. Valdís náði 9 fuglum á þessum 36 holum og var á parinu á 22 holum. Ólafía hefur leikið á tveimur mótum nú þegar á þessari mótaröð og á einu móti á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, þar sem hún er með keppnisrétt. Aðstæður á keppnisvellinum voru erfiðar vegna mikillar úrkomu undanfarna daga og vikur. Breyta þurfti nokkrum holum úr par 4 í par 3 vegna þess að brautirnar voru óleikhæfar. Par vallarins var því 68 högg sem er óvenjulegt. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni náði sínum besta árangri á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu sem lauk á Spáni í dag. Valdís endaði í þriðja sæti á þremur höggum undir pari vallar og var hún aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 23. sæti á +2 samtals. Þetta er fyrsta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra fór í aðgerð í byrjun febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri og hefur hún verið í endurhæfingu frá þeim tíma. Valdís Þóra lék á 133 höggum, var tveimur undir pari á fyrsta hring og einu höggi undir pari á öðrum hring. Valdís náði 9 fuglum á þessum 36 holum og var á parinu á 22 holum. Ólafía hefur leikið á tveimur mótum nú þegar á þessari mótaröð og á einu móti á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, þar sem hún er með keppnisrétt. Aðstæður á keppnisvellinum voru erfiðar vegna mikillar úrkomu undanfarna daga og vikur. Breyta þurfti nokkrum holum úr par 4 í par 3 vegna þess að brautirnar voru óleikhæfar. Par vallarins var því 68 högg sem er óvenjulegt.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira