Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:15 Arnþór Ingi Kristinsson og Damir Muminovic eigast við. vísir/ernir Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. Blikar voru manni fleiri meirihluta leiksins eftir að Viktor Bjarki Arnarsson fékk tvö gul spjöld með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Sigurmarkið kom þá á meðan það var jafnt í liðum en það skoraði Atli Sigurjónsson með skalla á 15. mínútu eftir fyrirgjöf frá Andri Rafn Yeoman. Víkingar stóðu sig hinsvegar vel manni færri, fengu ekki á sig mark og sköpuðu sér nokkra möguleika til að jafna metin. Þetta var annar sigur Blika í röð eftir óvænt tap á móti Ólafsvíkingum á heimavelli í fyrstu umferð. Víkingar eru enn án sigurs í Pepsi-deildinni og hafa aðeins náð í 1 stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum.Af hverju vann Breiðablik? Liðið skoraði eina mark leiksins og varðist vel. Víkingar byrjuðu ágætlega fyrstu tíu mínúturnar og fengu eitt algjört dauðafæri þegar Erlingur Agnarsson, strákur fæddur 1998, brenndi af á markteig. Það hjálpaði Blikum að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli á 39. mínútu þegar hann fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili. Fyrra fyrir tuð og það síðara fyrir að toga og sparka í Jonathan Glenn. Eitthvað sem fyrirliði á ekki að gera sínu liði. Manni fleiri gerðu Blikarnir samt ekkert sem öskraði að þeir ættu að vinna leikinn þó þeir voru meira með boltann í seinni hálfleik. Milos Milojevic gerði sóknarsinnaðar skiptingar snemma í seinni hálfleiknum og reyndi að jafna leikinn en undir lokin voru það tíu víkingar sem lágu á Blikum.Þessir stóðu upp úr Andri Rafn Yeoman er að byrja Íslandsmótið frábærlega. Þessi öflugi miðjumaður sem ekki alltaf ber mikið á hefur tekið meiri ábyrgð í sóknarleiknum og lagði upp sigurmarkið í kvöld. Hann skoraði einnig í fyrstu umferðinni og er sívinnandi inn á miðjunni þar sem hann lætur hlutina líta mjög auðveldlega út. Alfons Sampsted, vinstri bakvörður Blika sem er fæddur 1998, átti einnig skínandi leik. Það er ekki furða að njósnarar eru í stúkunni nú á öllum leikjum að fylgjast með þessum hrikalega efnilega leikmanni.Hvað gekk illa? Blikar náðu alls ekki að taka leikinn tangarhaldi í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera einum fleiri. Spilið var alltof hægt sem gerði tíu Víkingum auðveldara fyrir að verjast. Víkingar spiluðu vel í seinni hálfleik; voru þéttir, skipulagðir og fastir fyrir en þeim gekk ekki nógu vel að skapa sér færi til að reyna að stela stigi fyrst Blikar gátu ekki gengið frá leiknum. Túfa og Halldór Smári fengu vissulega tækifæri til að jafna en inn vildi boltinn ekki. Víkingar aðeins búnir að skora eitt mark á Íslandsmótinu.Hvað gerist næst? Víkingar hafa ekki byrjað á auðveldustu liðunum. Þeir mættu fyrst KR, svo Stjörnunni og nú Breiðabliki. Næst á liðið Val á heimavelli þar sem Fossvogspiltarnir verða að ná í sigur til að koma sér í gang á þessu móti. Liðið ætlar sér Evrópusæti en það er erfitt að stefna á meginlandið þegar engin stig vinnast. Blikar eru með sex stig eftir óvænt tap á heimavelli gegn nýliðum Ólsara í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið tvo góða en erfiða sigra en barist fyrir stigunum og nýtt sín færi.Arnar Grétarsson var kominn aftur á hliðarlínuna í dag.vísir/vilhelmArnar: Ég var tiltölulega þægur í dag "Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum.Milos Milojevic var ekki sáttur með þriðja aðilann.vísir/anton brinkMilos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic.Gary Martin var ekki sáttur með Valdimar Pálsson frekar en Milos.vísir/stefánGary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Gary Martin og félagar hans í Víkingi eru enn án sigurs eftir þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fótbolta en liðið tapaði fyrir Breiðabliki, 1-0, á Kópavogsvellinum í kvöld í lokaleik þriðju umferðar. Víkingar misstu mann af velli á 39. mínútu þegar fyrirliðinn Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. Kvöldið var ansi erfitt fyrir Fossvogsliðið eftir það, marki undir. "Þetta var meira en pirrandi. Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík. Þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum," sagði Gary við Vísi eftir leik. "Við skoruðum löglegt mark á móti KR og annað á móti Stjörnunni. Svo er ég tekinn niður í kvöld þegar ég er kominn í gegn en ekkert dæmt." "Ég ætla ekki að kenna dómaranum um að við unnum ekki leikinn því hann skoraði ekki markið fyrir Breiðablik, hann klúðraði ekki af tveggja metra færi fyrir okkur. Stóru liðin fá samt alltaf dómana með sér og þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum. Mér líður illa fyrir hönd liðsfélaga minna því þeir lögðu sig alla fram," sagði Gary. Víkingar eru aðeins búnir að skora eitt mark í þremur leikjum og Gary er ekki kominn á blað. Hann er samt ekki sammála því að byrjunin hafi verið erfið hjá Víkingum. "Þetta hefur ekki verið erfitt. Við áttum að vinna KR tvö eða þrjú núll. Við skoruðum löglegt mark þar og yfirspiluðum svo Stjörnuna í fyrri hálfleik og áttum að vera þrjú núll yfir. Í kvöld áttum við að skora tvö áður en Breiðablik skorar," sagði hann. "Við verðum að líta í eigin barm. Milos leggur leikinn fullkomlega upp og við vitum algjörlega hvernig allir eiga að spila. Við eigum að skora á undan Blikum í kvöld en gerum það ekki. Það eru bestu liðin sem vinna deildina sem nýta færin sín. Það er enginn munur á liðunum í þessari deild, þetta nýst bara um að nýta færin. Stjarnan skapaði sér eitt færi en vann okkur með smá töfrum fyrir utan teiginn." "Ég er ekki búinn að skora en ég lagði mig allan fram í kvöld og er ánægður með sjálfan mig," sagði Gary. Þrátt fyrir að vera aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki hefur Gary engar áhyggjur af framhaldinu hjá Víkingum sem ætla sér Evrópusæti í ár. "Ég hef engar áhyggjur. Við áttum að vinna KR og Stjörnuna en þar gerðum við mistök. Það þýðir ekkert bara að kenna Milos um það. Ein skipting tapar ekki leiknum," sagði Gary. "Við erum ekki búnir að vinna leik en við erum búnir að spila við þrjú bestu liðin og ættum að vera með sex stig. Nokkrar ákvarðanir hafa svo ekki fallið með okkur," sagði Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. Blikar voru manni fleiri meirihluta leiksins eftir að Viktor Bjarki Arnarsson fékk tvö gul spjöld með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Sigurmarkið kom þá á meðan það var jafnt í liðum en það skoraði Atli Sigurjónsson með skalla á 15. mínútu eftir fyrirgjöf frá Andri Rafn Yeoman. Víkingar stóðu sig hinsvegar vel manni færri, fengu ekki á sig mark og sköpuðu sér nokkra möguleika til að jafna metin. Þetta var annar sigur Blika í röð eftir óvænt tap á móti Ólafsvíkingum á heimavelli í fyrstu umferð. Víkingar eru enn án sigurs í Pepsi-deildinni og hafa aðeins náð í 1 stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum.Af hverju vann Breiðablik? Liðið skoraði eina mark leiksins og varðist vel. Víkingar byrjuðu ágætlega fyrstu tíu mínúturnar og fengu eitt algjört dauðafæri þegar Erlingur Agnarsson, strákur fæddur 1998, brenndi af á markteig. Það hjálpaði Blikum að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli á 39. mínútu þegar hann fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili. Fyrra fyrir tuð og það síðara fyrir að toga og sparka í Jonathan Glenn. Eitthvað sem fyrirliði á ekki að gera sínu liði. Manni fleiri gerðu Blikarnir samt ekkert sem öskraði að þeir ættu að vinna leikinn þó þeir voru meira með boltann í seinni hálfleik. Milos Milojevic gerði sóknarsinnaðar skiptingar snemma í seinni hálfleiknum og reyndi að jafna leikinn en undir lokin voru það tíu víkingar sem lágu á Blikum.Þessir stóðu upp úr Andri Rafn Yeoman er að byrja Íslandsmótið frábærlega. Þessi öflugi miðjumaður sem ekki alltaf ber mikið á hefur tekið meiri ábyrgð í sóknarleiknum og lagði upp sigurmarkið í kvöld. Hann skoraði einnig í fyrstu umferðinni og er sívinnandi inn á miðjunni þar sem hann lætur hlutina líta mjög auðveldlega út. Alfons Sampsted, vinstri bakvörður Blika sem er fæddur 1998, átti einnig skínandi leik. Það er ekki furða að njósnarar eru í stúkunni nú á öllum leikjum að fylgjast með þessum hrikalega efnilega leikmanni.Hvað gekk illa? Blikar náðu alls ekki að taka leikinn tangarhaldi í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera einum fleiri. Spilið var alltof hægt sem gerði tíu Víkingum auðveldara fyrir að verjast. Víkingar spiluðu vel í seinni hálfleik; voru þéttir, skipulagðir og fastir fyrir en þeim gekk ekki nógu vel að skapa sér færi til að reyna að stela stigi fyrst Blikar gátu ekki gengið frá leiknum. Túfa og Halldór Smári fengu vissulega tækifæri til að jafna en inn vildi boltinn ekki. Víkingar aðeins búnir að skora eitt mark á Íslandsmótinu.Hvað gerist næst? Víkingar hafa ekki byrjað á auðveldustu liðunum. Þeir mættu fyrst KR, svo Stjörnunni og nú Breiðabliki. Næst á liðið Val á heimavelli þar sem Fossvogspiltarnir verða að ná í sigur til að koma sér í gang á þessu móti. Liðið ætlar sér Evrópusæti en það er erfitt að stefna á meginlandið þegar engin stig vinnast. Blikar eru með sex stig eftir óvænt tap á heimavelli gegn nýliðum Ólsara í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið tvo góða en erfiða sigra en barist fyrir stigunum og nýtt sín færi.Arnar Grétarsson var kominn aftur á hliðarlínuna í dag.vísir/vilhelmArnar: Ég var tiltölulega þægur í dag "Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum.Milos Milojevic var ekki sáttur með þriðja aðilann.vísir/anton brinkMilos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic.Gary Martin var ekki sáttur með Valdimar Pálsson frekar en Milos.vísir/stefánGary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Gary Martin og félagar hans í Víkingi eru enn án sigurs eftir þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fótbolta en liðið tapaði fyrir Breiðabliki, 1-0, á Kópavogsvellinum í kvöld í lokaleik þriðju umferðar. Víkingar misstu mann af velli á 39. mínútu þegar fyrirliðinn Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. Kvöldið var ansi erfitt fyrir Fossvogsliðið eftir það, marki undir. "Þetta var meira en pirrandi. Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík. Þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum," sagði Gary við Vísi eftir leik. "Við skoruðum löglegt mark á móti KR og annað á móti Stjörnunni. Svo er ég tekinn niður í kvöld þegar ég er kominn í gegn en ekkert dæmt." "Ég ætla ekki að kenna dómaranum um að við unnum ekki leikinn því hann skoraði ekki markið fyrir Breiðablik, hann klúðraði ekki af tveggja metra færi fyrir okkur. Stóru liðin fá samt alltaf dómana með sér og þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum. Mér líður illa fyrir hönd liðsfélaga minna því þeir lögðu sig alla fram," sagði Gary. Víkingar eru aðeins búnir að skora eitt mark í þremur leikjum og Gary er ekki kominn á blað. Hann er samt ekki sammála því að byrjunin hafi verið erfið hjá Víkingum. "Þetta hefur ekki verið erfitt. Við áttum að vinna KR tvö eða þrjú núll. Við skoruðum löglegt mark þar og yfirspiluðum svo Stjörnuna í fyrri hálfleik og áttum að vera þrjú núll yfir. Í kvöld áttum við að skora tvö áður en Breiðablik skorar," sagði hann. "Við verðum að líta í eigin barm. Milos leggur leikinn fullkomlega upp og við vitum algjörlega hvernig allir eiga að spila. Við eigum að skora á undan Blikum í kvöld en gerum það ekki. Það eru bestu liðin sem vinna deildina sem nýta færin sín. Það er enginn munur á liðunum í þessari deild, þetta nýst bara um að nýta færin. Stjarnan skapaði sér eitt færi en vann okkur með smá töfrum fyrir utan teiginn." "Ég er ekki búinn að skora en ég lagði mig allan fram í kvöld og er ánægður með sjálfan mig," sagði Gary. Þrátt fyrir að vera aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki hefur Gary engar áhyggjur af framhaldinu hjá Víkingum sem ætla sér Evrópusæti í ár. "Ég hef engar áhyggjur. Við áttum að vinna KR og Stjörnuna en þar gerðum við mistök. Það þýðir ekkert bara að kenna Milos um það. Ein skipting tapar ekki leiknum," sagði Gary. "Við erum ekki búnir að vinna leik en við erum búnir að spila við þrjú bestu liðin og ættum að vera með sex stig. Nokkrar ákvarðanir hafa svo ekki fallið með okkur," sagði Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira