Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2016 17:00 Fyrsti laxinn sást í Kvíslafossi í Laxá í Kjós Veiðimenn geta núna farið að telja niður dagana í að fyrstu laxveiðiárnar opna en ekki nema 3 vikur eru í að veiði hefjist. Eitt af því sem kveikir verulega í veiðimönnum eru fregnir af fyrstu löxunum sem sýna sig og það virðist vera þannig ár eftir ár að alltaf skulu fyrstu laxarnir mæta í Laxá í Kjós. Í það minnsta þeir fyrstu sem láta sjá sig. Það eru fáar ár með snemmgengna stofna hér á landi en Laxá í Kjós, Norðurá, Þverá og Blanda eru venjulega að gefa fyrstu laxana á hverju tímabili og sýna þá fyrstu líka. Í morgun sá Bubbi Morthens fyrstu laxana í Kjósinni og fleiri hafa rennt þangað síðan og kíkt á þessa laxa. Það voru greinilega mættir laxar því lax sást í Kvíslafossi og annar í Laxfossi. Það er oft og iðullega sem fyrstu laxarnir sýna sig í Laxá í Kjós um miðjan maí og fyrst þeir eru mættir þá fara hjörtu veiðimanna að slá hraðar og fleiri draumar um veiði að vitja manna um nætur. Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Gljúfurá kynnt á veiðikvöldi hjá SVFR Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði
Veiðimenn geta núna farið að telja niður dagana í að fyrstu laxveiðiárnar opna en ekki nema 3 vikur eru í að veiði hefjist. Eitt af því sem kveikir verulega í veiðimönnum eru fregnir af fyrstu löxunum sem sýna sig og það virðist vera þannig ár eftir ár að alltaf skulu fyrstu laxarnir mæta í Laxá í Kjós. Í það minnsta þeir fyrstu sem láta sjá sig. Það eru fáar ár með snemmgengna stofna hér á landi en Laxá í Kjós, Norðurá, Þverá og Blanda eru venjulega að gefa fyrstu laxana á hverju tímabili og sýna þá fyrstu líka. Í morgun sá Bubbi Morthens fyrstu laxana í Kjósinni og fleiri hafa rennt þangað síðan og kíkt á þessa laxa. Það voru greinilega mættir laxar því lax sást í Kvíslafossi og annar í Laxfossi. Það er oft og iðullega sem fyrstu laxarnir sýna sig í Laxá í Kjós um miðjan maí og fyrst þeir eru mættir þá fara hjörtu veiðimanna að slá hraðar og fleiri draumar um veiði að vitja manna um nætur.
Mest lesið Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Gljúfurá kynnt á veiðikvöldi hjá SVFR Veiði Fínasta veiði í Apavatni Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Styttist í opnun Setbergsár Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði