Vinni KR-ingar ekki FH í kvöld þá boðar það bara eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 16:00 Morten Beck Andersen á enn eftir að vinna leik með KR í Pepsi-deildinni. Vísir/Ernir KR-ingar fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld en þá fer fram leikur liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það hefur verið ólíkt gengið á liðunum í fyrstu tveimur umferðunum því á meðan FH er með fullt hús og markatöluna 5-1 eftir tvo leiki þá hafa KR-ingar enn ekki náð að fagna sigri. Síðan að KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár sumarið 1999 þá hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að KR hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu þremur umferðunum. Fyrra skiptið var sumarið 2007 þegar KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum eftir jafntefli á móti Breiðabliki og svo tap á móti bæði Keflavík og Val. Seinna skiptið var sumarið 2010 þegar KR fékk tvö stig í fyrstu þremur umferðunum, eftir jafntefli á móti nýliðum Hauka annarsvegar og Stjörnunni hinsvegar og svo tap á móti nýliðum Selfoss. Þjálfarar KR þessi tvö sumur eiga það sameiginlegt að hafa þurft að taka pokann sinn þetta sumar. Ef marka má þróun mála út í KR þessa tvo áratugi þá boðar það bara eitt tapist leikurinn hjá KR-liðinu í kvöld.Þegar KR vinnur ekki í þremur fyrstu leikjum sínum þá er kominn nýr þjálfari fyrir Verslunarmannahelgi. Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum 29. júlí 2007 en hann var þá samningsbundinn félaginu til 2010. KR hafði þá aðeins unnið einn af 11 deildarleikjum sínum og sat í neðsta sæti deildarinnar. Logi Ólafsson tók við liðinu af Teiti. Loga Ólafssyni var sagt upp störfum sem þjálfara KR 19. júlí 2010 daginn eftir að liðið gerði jafntefli á móti nýliðum Hauka í annað skiptið á tímabilinu. KR var þá með aðeins 3 sigra í 11 leikjum og sat í fjórða neðsta sæti. Rúnar Kristinsson tók við liðinu af Loga. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, gæti því mögulega þurft að hafa áhyggjur af starfinu takist honum ekki að vinna FH í kvöld. Sagan segir það að minnsta kosti. Útsending Stöð 2 Sport frá KR-vellinum hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.00. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15 Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15 Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
KR-ingar fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld en þá fer fram leikur liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það hefur verið ólíkt gengið á liðunum í fyrstu tveimur umferðunum því á meðan FH er með fullt hús og markatöluna 5-1 eftir tvo leiki þá hafa KR-ingar enn ekki náð að fagna sigri. Síðan að KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár sumarið 1999 þá hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að KR hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu þremur umferðunum. Fyrra skiptið var sumarið 2007 þegar KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum eftir jafntefli á móti Breiðabliki og svo tap á móti bæði Keflavík og Val. Seinna skiptið var sumarið 2010 þegar KR fékk tvö stig í fyrstu þremur umferðunum, eftir jafntefli á móti nýliðum Hauka annarsvegar og Stjörnunni hinsvegar og svo tap á móti nýliðum Selfoss. Þjálfarar KR þessi tvö sumur eiga það sameiginlegt að hafa þurft að taka pokann sinn þetta sumar. Ef marka má þróun mála út í KR þessa tvo áratugi þá boðar það bara eitt tapist leikurinn hjá KR-liðinu í kvöld.Þegar KR vinnur ekki í þremur fyrstu leikjum sínum þá er kominn nýr þjálfari fyrir Verslunarmannahelgi. Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum 29. júlí 2007 en hann var þá samningsbundinn félaginu til 2010. KR hafði þá aðeins unnið einn af 11 deildarleikjum sínum og sat í neðsta sæti deildarinnar. Logi Ólafsson tók við liðinu af Teiti. Loga Ólafssyni var sagt upp störfum sem þjálfara KR 19. júlí 2010 daginn eftir að liðið gerði jafntefli á móti nýliðum Hauka í annað skiptið á tímabilinu. KR var þá með aðeins 3 sigra í 11 leikjum og sat í fjórða neðsta sæti. Rúnar Kristinsson tók við liðinu af Loga. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, gæti því mögulega þurft að hafa áhyggjur af starfinu takist honum ekki að vinna FH í kvöld. Sagan segir það að minnsta kosti. Útsending Stöð 2 Sport frá KR-vellinum hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.00.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15 Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15 Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15
Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15
Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30