Stefnir í góðan vatnsbúskap í laxveiðiánum í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2016 09:48 Krókódíll í Langá á Mýrum Mynd: KL Það eru þrjár breytur sem hafa allt að segja um hvort veiðin verði góð í laxveiðiánum í sumar. Fyrst ber auðvitað að telja endurheimtur laxa sem eru að snýa aftur aftir ársdvöl í sjó. Seiðabúskapur, þar sem hann er mældur, var mjög góður í fyrra og seiðin í góðu ásigkomulagi á leið sinni til sjávar. Önnur breytan er síðan hvernig sjórinn tekur við laxaseiðunum og hvernig þau pluma sig í fæðuleit. Þetta er ákveðinn óvissuþáttur en ástandið í sjónum virðist þó vera betra núna en síðasta vetur sem þó skilaði af sér feyknagóðu sumri. Þriðja breytan er síðan vatnsstaðan í ánum. Þú getur verið á besta tíma í ánni þinni með alla hylji fulla af fiski en það það er lítið vatn gerist oft ekki neitt. Laxinn bara tekur ekki flugurnar. Núna er ennþá mikill snjór í fjöllum og ekki nein áberandi stórhlýindi framundan svo það er ekki byrjuð nein meiriháttar snjóbráð ennþá og þeim mun lengur sem þessir skaflar lifa þeim mun betri skilyrði verða í sumar. Síðasta sumar var nefnilega ansi þurrt til að mynda á vesturlandi þar sem varla ringdi í 6 vikur en árnar fóru þó sjaldan í mjög vont vatn og var því að þakka mikill snjór í fyrravetur og köldu voru sem tafði bráðnum. Fyrstu árnar opna núna eftir þrjár vikur og það er ekki laust við að það sé spenna í loftinu. Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði
Það eru þrjár breytur sem hafa allt að segja um hvort veiðin verði góð í laxveiðiánum í sumar. Fyrst ber auðvitað að telja endurheimtur laxa sem eru að snýa aftur aftir ársdvöl í sjó. Seiðabúskapur, þar sem hann er mældur, var mjög góður í fyrra og seiðin í góðu ásigkomulagi á leið sinni til sjávar. Önnur breytan er síðan hvernig sjórinn tekur við laxaseiðunum og hvernig þau pluma sig í fæðuleit. Þetta er ákveðinn óvissuþáttur en ástandið í sjónum virðist þó vera betra núna en síðasta vetur sem þó skilaði af sér feyknagóðu sumri. Þriðja breytan er síðan vatnsstaðan í ánum. Þú getur verið á besta tíma í ánni þinni með alla hylji fulla af fiski en það það er lítið vatn gerist oft ekki neitt. Laxinn bara tekur ekki flugurnar. Núna er ennþá mikill snjór í fjöllum og ekki nein áberandi stórhlýindi framundan svo það er ekki byrjuð nein meiriháttar snjóbráð ennþá og þeim mun lengur sem þessir skaflar lifa þeim mun betri skilyrði verða í sumar. Síðasta sumar var nefnilega ansi þurrt til að mynda á vesturlandi þar sem varla ringdi í 6 vikur en árnar fóru þó sjaldan í mjög vont vatn og var því að þakka mikill snjór í fyrravetur og köldu voru sem tafði bráðnum. Fyrstu árnar opna núna eftir þrjár vikur og það er ekki laust við að það sé spenna í loftinu.
Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði