Hávær og skemmtilegur ársfundur 11. maí 2016 09:30 ,,Fyrrnefndir sjónvarpsþættir, Rapp í Reykjavík, eru innblásturinn að þessum tónleikum og mælum við eindregið með að tónleikagestir kíki á þá til að svala rappþorstanum,” segir Sandra Barilli, einn skipuleggjandi Rapp í Reykjavík. MYND/ANTON BRINK Ársfundur íslensku rappsenunnar, Rapp í Reykjavík, yfirtekur skemmtistaðinn Húrra um hvítasunnuhelgina en um er að ræða þriggja daga tónleikaveislu með flestum af vinsælustu röppurum og rappsveitum landsins. Íslensk rapptónlist hefur verið mjög áberandi undanfarin tvö ár að sögn Söndru Barilli, eins af skipuleggjendum ársfundarins, og segir hún því mikilvægt að hampa rappsenunni sérstaklega með þessari hátíð. „Við ákváðum að kalla hana Rapp í Reykjavík, ekki síst af því að samnefndir sjónvarpsþættir eru í sýningu núna á Stöð 2. Nafnið er líka vísun í heimildarmyndirnar Rokk/Popp í Reykjavík sem fönguðu ákveðna stemningu sem var í gangi á þeim tíma þegar þær komu út. Okkur þótti skondið að setja tónleikana upp sem ársfund og í kynningarefninu, sem Bobby Breiðholt hannaði, líkjum við hljómsveitunum við viðskiptafólk sem er að koma saman á ársfund til að fara yfir ársuppgjörið. Það eru náttúrulega ómæld verðmæti í íslensku tónlistarfólki í dag svo þetta er að einhverju leyti satt. Þetta verður ábyggilega skemmtilegasti og háværasti ársfundurinn í Reykjavík þetta árið.“Úlfur Úlfur eru vinsælir. MYND/ERNIRNýtt og eldra í bland Sandra lofar góðri stemningu um helgina og segir mikla veislu framundan. „Þarna koma fram gamlar kempur í bland við nýliða eins og Aron Can sem hefur verið lofaður í hástert og Herra Hnetusmjör sem er með eitt þéttasta textaflæði íslenskra rappara í dag. Krakk & Spaghettí og Krabba Mane eru líklega með skemmtilegustu nöfnin sem munu koma fram. Á bak við fyrrnefnda nafnið eru tvær stúlkur sem rappa og hið síðarnefnda er með djúpa og þétta takta. Úlfur Úlfur eru að vinna að nýju efni sem þeir munu flytja fyrir okkur. Svo eru þarna gullmolar eins og Forgotten Lores, sem voru einmitt með stærstu nöfnunum í fyrri rappbylgjunni og koma til að minna okkur á fyrri gullöld íslenska rappsins. Kattaunnandinn Kött Grá Pje, einna þekktastur fyrir duldar vísanir og mystíska sviðsframkomu, sækir í sérstæðan tilvísanabanka í rappi sínu og er einstaklega skemmtilegt að rýna í textana hjá honum.“ Auk þess eru Reykjavíkurdætur að vinna að fyrstu plötu sinni og flytja væntanlega efni af henni. „Sturla Atlas var líka að gefa út nýtt lag og myndband sem kallast Vino og það á eflaust eftir að hreyfa við tónleikagestum. Svo koma fram Geimfarar, Cell7, Shades of Reykjavík og GKR, þannig að þetta verður ein heljarinnar hátíð.“Hljómsveitin Reykjavíkurdætur.MYND/ISABELLA KATARÍNA MÁRUSDÓTTIREkkert PowerPoint Ef aðsókn verður góð um helgina og stemningin fín vonast Sandra til þess að hátíðin verði árlegur viðburður á Húrra. „Fyrrnefndir sjónvarpsþættir, Rapp í Reykjavík, eru innblásturinn að þessum tónleikum og mælum við eindregið með að tónleikagestir kíki á þá til að svala rappþorstanum. Við vonum að allir gestir fái eitthvað fyrir sinn rapp-snúð, skemmti sér vel og lofum að það verður engin ársskýrsla á PowerPoint-formi auk þess sem enginn þarf að bjóða sig fram til að vera skoðunarmaður reikninga.“ Rapp í Reykjavík hefst á föstudag kl. 21 og stendur yfir fram á sunnudagskvöld. Miðasalan fer fram á tix.is. Nánari upplýsingar um flytjendur og dagskrá má finna á Facebook-síðu skemmtistaðarins Húrra. Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ársfundur íslensku rappsenunnar, Rapp í Reykjavík, yfirtekur skemmtistaðinn Húrra um hvítasunnuhelgina en um er að ræða þriggja daga tónleikaveislu með flestum af vinsælustu röppurum og rappsveitum landsins. Íslensk rapptónlist hefur verið mjög áberandi undanfarin tvö ár að sögn Söndru Barilli, eins af skipuleggjendum ársfundarins, og segir hún því mikilvægt að hampa rappsenunni sérstaklega með þessari hátíð. „Við ákváðum að kalla hana Rapp í Reykjavík, ekki síst af því að samnefndir sjónvarpsþættir eru í sýningu núna á Stöð 2. Nafnið er líka vísun í heimildarmyndirnar Rokk/Popp í Reykjavík sem fönguðu ákveðna stemningu sem var í gangi á þeim tíma þegar þær komu út. Okkur þótti skondið að setja tónleikana upp sem ársfund og í kynningarefninu, sem Bobby Breiðholt hannaði, líkjum við hljómsveitunum við viðskiptafólk sem er að koma saman á ársfund til að fara yfir ársuppgjörið. Það eru náttúrulega ómæld verðmæti í íslensku tónlistarfólki í dag svo þetta er að einhverju leyti satt. Þetta verður ábyggilega skemmtilegasti og háværasti ársfundurinn í Reykjavík þetta árið.“Úlfur Úlfur eru vinsælir. MYND/ERNIRNýtt og eldra í bland Sandra lofar góðri stemningu um helgina og segir mikla veislu framundan. „Þarna koma fram gamlar kempur í bland við nýliða eins og Aron Can sem hefur verið lofaður í hástert og Herra Hnetusmjör sem er með eitt þéttasta textaflæði íslenskra rappara í dag. Krakk & Spaghettí og Krabba Mane eru líklega með skemmtilegustu nöfnin sem munu koma fram. Á bak við fyrrnefnda nafnið eru tvær stúlkur sem rappa og hið síðarnefnda er með djúpa og þétta takta. Úlfur Úlfur eru að vinna að nýju efni sem þeir munu flytja fyrir okkur. Svo eru þarna gullmolar eins og Forgotten Lores, sem voru einmitt með stærstu nöfnunum í fyrri rappbylgjunni og koma til að minna okkur á fyrri gullöld íslenska rappsins. Kattaunnandinn Kött Grá Pje, einna þekktastur fyrir duldar vísanir og mystíska sviðsframkomu, sækir í sérstæðan tilvísanabanka í rappi sínu og er einstaklega skemmtilegt að rýna í textana hjá honum.“ Auk þess eru Reykjavíkurdætur að vinna að fyrstu plötu sinni og flytja væntanlega efni af henni. „Sturla Atlas var líka að gefa út nýtt lag og myndband sem kallast Vino og það á eflaust eftir að hreyfa við tónleikagestum. Svo koma fram Geimfarar, Cell7, Shades of Reykjavík og GKR, þannig að þetta verður ein heljarinnar hátíð.“Hljómsveitin Reykjavíkurdætur.MYND/ISABELLA KATARÍNA MÁRUSDÓTTIREkkert PowerPoint Ef aðsókn verður góð um helgina og stemningin fín vonast Sandra til þess að hátíðin verði árlegur viðburður á Húrra. „Fyrrnefndir sjónvarpsþættir, Rapp í Reykjavík, eru innblásturinn að þessum tónleikum og mælum við eindregið með að tónleikagestir kíki á þá til að svala rappþorstanum. Við vonum að allir gestir fái eitthvað fyrir sinn rapp-snúð, skemmti sér vel og lofum að það verður engin ársskýrsla á PowerPoint-formi auk þess sem enginn þarf að bjóða sig fram til að vera skoðunarmaður reikninga.“ Rapp í Reykjavík hefst á föstudag kl. 21 og stendur yfir fram á sunnudagskvöld. Miðasalan fer fram á tix.is. Nánari upplýsingar um flytjendur og dagskrá má finna á Facebook-síðu skemmtistaðarins Húrra.
Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira