Efinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. maí 2016 07:00 Því hefur verið haldið fram að á óvissutímum sé þörf fyrir holdtekju sjálfstraustsins á Bessastöðum. Styrka hönd sem geti leitt þjóðina gegnum óvissuna. Einhvern með bjargfasta sannfæringu fyrir hlutunum. En vald spillir og efinn er mikilvægur hluti af heilbrigðri dómgreind. Oft er mikilvægt að spegla nútímann við sambærilegar aðstæður úr fortíðinni því sagan geymir mikilvæga lærdóma. Á Bessastöðum er þörf fyrir einstakling með sjálfstraust en líka einstakling sem hefur auðmýkt og getur beitt völdum sínum af varfærni. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, sagði við opnun Kristjánsstofu á Dalvík í maí 2005 að í sögunni hefði „enginn forseti þurft að glíma við jafnmiklar þrautir á vettvangi þjóðmálanna“ og Kristján Eldjárn gerði í sinni embættistíð sem forseti. Kristján sat í embætti 1968-1980 og hafði engan bakgrunn í stjórnmálum. Hann var aldrei bundinn neinum stjórnmálaflokki. Einu afskipti hans af þjóðmálum voru í því fólgin að standa vörð um frelsi Íslands og sjálfstæði, tungu þess og menningu. Hann var jarðbundinn og yfirvegaður fræðimaður sem sýndi hins vegar ótrúlega festu þegar á reyndi við flókin viðfangsefni í embætti forseta. Í aðdraganda kosninganna 1968 sögðu fylgjendur Gunnars Thoroddsen að reynsluleysi Kristjáns í stjórnmálum yrði honum fjötur um fót því sá sem hefði alla tíð sinnt fræðistörfum gæti ekki valdið því að annast samskipti við stjórnmálaleiðtoga. Allt reyndist þetta hræðsluáróður sem átti ekki við nein rök að styðjast. Við erfiðar stjórnarmyndanir er mikilvægt að á Bessastöðum sitji mannasættir. Hlutleysi Kristjáns Eldjárns kom fram í umburðarlyndi þegar hvorki gekk né rak við stjórnarmyndanir. Í því birtist virðing fyrir lýðræðinu og valdheimildum embættisins. Það er ákveðinn misskilningur að farsælustu einstaklingarnir sem veljast til ábyrgðarstarfa í þjóðfélaginu séu einhvers konar björg mannlegrar tilveru sem láta ekki hagga sér. Efinn er mikilvægur eiginleiki þegar stórar ákvarðanir eru teknar. Það er ekki heilbrigt og eðlilegt að valdhafarnir séu svo blindaðir af eigin sjálfstrausti og ofmetnaði að þeir geti ekki efast. Og vandaðar ákvarðanir krefjast ráðgjafar góðra manna. Einstaklingar með sjálfstraust efast um eigin dómgreind og þekkingu upp að heilbrigðum mörkum. Íþróttasálfræðingarnir Robert S. Weinberg og Daniel Gould hafa sýnt fram á að oftrú (e. overconfidence) er í raun falskt öryggi sem þýðir að sjálfstraust þeirra sem þjást af slíku er í raun stærra og meira en hæfileikar þeirra gefa tilefni til. Frammistaðan versnar ef fólk heldur að það þurfi ekki að undirbúa sig til að vinna verkið. Þótt Gould og Weinberg hafi skrifað þetta með íþróttamenn í huga gilda nákvæmlega sömu mælikvarðar í atvinnulífinu og stjórnmálum. Rétt eins og menn gjalda í dag varhug við oftrú bankamanna á eigin hæfileikum og getu gildir slíkt hið sama um fólk í valdastöðum í samfélaginu. Brýnt er að menn með mikil völd búi yfir nauðsynlegri auðmýkt og varfærni til þess að geta farið með slík völd. Þjóðin velur sinn forseta. Það er hins vegar mikilvægt að menn láti ekki blekkjast af sýndarmennsku og hræðsluáróðri í aðdraganda kosninga. Það er engin óvissa framundan á Íslandi og lýðræðið hefur sinn gang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Því hefur verið haldið fram að á óvissutímum sé þörf fyrir holdtekju sjálfstraustsins á Bessastöðum. Styrka hönd sem geti leitt þjóðina gegnum óvissuna. Einhvern með bjargfasta sannfæringu fyrir hlutunum. En vald spillir og efinn er mikilvægur hluti af heilbrigðri dómgreind. Oft er mikilvægt að spegla nútímann við sambærilegar aðstæður úr fortíðinni því sagan geymir mikilvæga lærdóma. Á Bessastöðum er þörf fyrir einstakling með sjálfstraust en líka einstakling sem hefur auðmýkt og getur beitt völdum sínum af varfærni. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, sagði við opnun Kristjánsstofu á Dalvík í maí 2005 að í sögunni hefði „enginn forseti þurft að glíma við jafnmiklar þrautir á vettvangi þjóðmálanna“ og Kristján Eldjárn gerði í sinni embættistíð sem forseti. Kristján sat í embætti 1968-1980 og hafði engan bakgrunn í stjórnmálum. Hann var aldrei bundinn neinum stjórnmálaflokki. Einu afskipti hans af þjóðmálum voru í því fólgin að standa vörð um frelsi Íslands og sjálfstæði, tungu þess og menningu. Hann var jarðbundinn og yfirvegaður fræðimaður sem sýndi hins vegar ótrúlega festu þegar á reyndi við flókin viðfangsefni í embætti forseta. Í aðdraganda kosninganna 1968 sögðu fylgjendur Gunnars Thoroddsen að reynsluleysi Kristjáns í stjórnmálum yrði honum fjötur um fót því sá sem hefði alla tíð sinnt fræðistörfum gæti ekki valdið því að annast samskipti við stjórnmálaleiðtoga. Allt reyndist þetta hræðsluáróður sem átti ekki við nein rök að styðjast. Við erfiðar stjórnarmyndanir er mikilvægt að á Bessastöðum sitji mannasættir. Hlutleysi Kristjáns Eldjárns kom fram í umburðarlyndi þegar hvorki gekk né rak við stjórnarmyndanir. Í því birtist virðing fyrir lýðræðinu og valdheimildum embættisins. Það er ákveðinn misskilningur að farsælustu einstaklingarnir sem veljast til ábyrgðarstarfa í þjóðfélaginu séu einhvers konar björg mannlegrar tilveru sem láta ekki hagga sér. Efinn er mikilvægur eiginleiki þegar stórar ákvarðanir eru teknar. Það er ekki heilbrigt og eðlilegt að valdhafarnir séu svo blindaðir af eigin sjálfstrausti og ofmetnaði að þeir geti ekki efast. Og vandaðar ákvarðanir krefjast ráðgjafar góðra manna. Einstaklingar með sjálfstraust efast um eigin dómgreind og þekkingu upp að heilbrigðum mörkum. Íþróttasálfræðingarnir Robert S. Weinberg og Daniel Gould hafa sýnt fram á að oftrú (e. overconfidence) er í raun falskt öryggi sem þýðir að sjálfstraust þeirra sem þjást af slíku er í raun stærra og meira en hæfileikar þeirra gefa tilefni til. Frammistaðan versnar ef fólk heldur að það þurfi ekki að undirbúa sig til að vinna verkið. Þótt Gould og Weinberg hafi skrifað þetta með íþróttamenn í huga gilda nákvæmlega sömu mælikvarðar í atvinnulífinu og stjórnmálum. Rétt eins og menn gjalda í dag varhug við oftrú bankamanna á eigin hæfileikum og getu gildir slíkt hið sama um fólk í valdastöðum í samfélaginu. Brýnt er að menn með mikil völd búi yfir nauðsynlegri auðmýkt og varfærni til þess að geta farið með slík völd. Þjóðin velur sinn forseta. Það er hins vegar mikilvægt að menn láti ekki blekkjast af sýndarmennsku og hræðsluáróðri í aðdraganda kosninga. Það er engin óvissa framundan á Íslandi og lýðræðið hefur sinn gang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun