Ný ópera um fótbolta og önnur um Selsham Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2016 09:30 "Það verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaganna í Kópavogi. Vísir/Anton „Óperudagar í Kópavogi er glæný hátíð sem verður haldin fyrstu fimm dagana í júní og þá verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum við á laugardaginn með frumflutningi Fótboltaóperunnar sem við fengum Helga Rafn Ingólfsson, tónskáld í London, til að skrifa. Það er örstutt verk sem Tryggvi Gunnarsson stjórnar, samið bæði í tilefni af Óperudögunum og EM og í henni taka þátt sex einsöngvarar, auk barnakórs Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir þjálfar.“ Guja segir Fótboltaóperuna verða flutta öðru hverju á hátíðinni og hvetur áhugasama til að skella sér í krakkagönguna eða á lokatónleikana í Salnum. Listafólkið sem kemur fram á Óperudögum er ýmist að ljúka námi eða byrjað að starfa við sitt fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal annars Aron Cortes, litla bróður Garðars Thors. Hann verður í nýrri sýningu sem heitir Selshamurinn. Árni Kristjánsson skrifaði handritið sem byggir á samnefndri þjóðsögu og Matthildur Anna Gísladóttir tónlistarstjóri valdi óperutónlist við. Selshamurinn verður fluttur í Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og líka sýningin Poppea Remixed með óperutónlist úr Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í bland við poppmúsík hollenska dúósins Sommerhus. Guja vekur sérstaka athygli á óperugöngum. Þær hefjast utan við garðskálann í Gerðarsafni, liggja um hjarta Kópavogs og kíkt verður á staði þar sem búast má við óvæntum uppákomum. „Ég veit ekki til að boðið hafi verið upp á slíkar göngur hér á landi áður,“ segir hún. „Tugir fólks koma fram á Óperudögum í Kópavogi, lífga upp á bæinn og langflestir viðburðirnir eru ókeypis. Fólk getur fylgst með Kristni Sigmundssyni og nemendum hans í Salnum, tekið þátt í kabarettkvöldi í garðskála Gerðarsafns eða stungið sér inn á stofutónleika í heimahúsum,“ segir Guja og bendir á heimasíðu hátíðarinnar: www.operudagar.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Óperudagar í Kópavogi er glæný hátíð sem verður haldin fyrstu fimm dagana í júní og þá verður allt á suðupunkti í bænum,“ segir Guja Sandholt, listrænn stjórnandi Óperudaga. „Reynar þjófstörtuðum við á laugardaginn með frumflutningi Fótboltaóperunnar sem við fengum Helga Rafn Ingólfsson, tónskáld í London, til að skrifa. Það er örstutt verk sem Tryggvi Gunnarsson stjórnar, samið bæði í tilefni af Óperudögunum og EM og í henni taka þátt sex einsöngvarar, auk barnakórs Kársness, sem Þórunn Björnsdóttir þjálfar.“ Guja segir Fótboltaóperuna verða flutta öðru hverju á hátíðinni og hvetur áhugasama til að skella sér í krakkagönguna eða á lokatónleikana í Salnum. Listafólkið sem kemur fram á Óperudögum er ýmist að ljúka námi eða byrjað að starfa við sitt fag, að sögn Guju. Hún nefnir meðal annars Aron Cortes, litla bróður Garðars Thors. Hann verður í nýrri sýningu sem heitir Selshamurinn. Árni Kristjánsson skrifaði handritið sem byggir á samnefndri þjóðsögu og Matthildur Anna Gísladóttir tónlistarstjóri valdi óperutónlist við. Selshamurinn verður fluttur í Leikfélagi Kópavogs, Funalind 2 og líka sýningin Poppea Remixed með óperutónlist úr Krýningu Poppeu eftir Monteverdi í bland við poppmúsík hollenska dúósins Sommerhus. Guja vekur sérstaka athygli á óperugöngum. Þær hefjast utan við garðskálann í Gerðarsafni, liggja um hjarta Kópavogs og kíkt verður á staði þar sem búast má við óvæntum uppákomum. „Ég veit ekki til að boðið hafi verið upp á slíkar göngur hér á landi áður,“ segir hún. „Tugir fólks koma fram á Óperudögum í Kópavogi, lífga upp á bæinn og langflestir viðburðirnir eru ókeypis. Fólk getur fylgst með Kristni Sigmundssyni og nemendum hans í Salnum, tekið þátt í kabarettkvöldi í garðskála Gerðarsafns eða stungið sér inn á stofutónleika í heimahúsum,“ segir Guja og bendir á heimasíðu hátíðarinnar: www.operudagar.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira