Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍA 1-1 | Skalli Dunnigans tryggði ÍA fyrsta stigið í sumar | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2016 16:45 Fylkir og ÍA skildu jöfn, 1-1, í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna á Flórídana-vellinum í dag. Megan Dunnigan tryggði Skagastelpum sitt fyrsta stig í sumar þegar hún skoraði með skalla eftir hornspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma. Leikurinn var frekar tíðindalítill og fátt um fína drætti. Fylkir byrjaði leikinn reyndar vel og Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Árbæingum yfir strax á 9. mínútu með góðu skoti úr teignum. Berglind var nokkuð lífleg í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað skorað tvö mörk í viðbót. Í seinni hálfleik datt svo allur botn úr leik Fylkis en þær virtust vera að landa þremur stigum áður en Dunnigan jafnaði. Fylkir bíður því enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar en liðið hefur gert þrjú jafntefli í fyrstu fjórum umferðunum.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Af hverju varð jafntefli? Það var ekki mikið um góðan fótbolta í dag og úrslitin sanngjörn. Fylkiskonur voru betri í fyrri hálfleik, Berglind skoraði og fékk auk þess tvö afbragðs færi sem ekki nýttust. Þá átti Sandra Sif Magnúsdóttir skot sem endaði ofan á slánni. En Árbæingar mættu ekki til leiks í seinni hálfleik þar sem gestirnir voru betri, án þess þó að skapa sér nein teljandi færi. Þær gáfust þó ekki upp og náðu inn jöfnunarmarki.Þessar stóðu upp úr Sandra Sif átti góðan leik í hægri bakverðinum hjá Fylki, skilaði boltanum vel frá sér og spyrnur hennar voru hættulegar. Hulda Sigurðardóttir átti einnig fínan dag sem og Audrey Rose Baldwin í markinu. Hún hafði ekki mikið að gera en greip vel inn í og hélt boltanum vel. Hún mætti þó að ósekju standa aðeins framar í markinu til að gefa varnarlínunni meiri dýpt. Hjá ÍA bar markaskorarinn Megan Dunnigan af. Fyrir utan að skora jöfnunarmarkið átti hún flottan leik í stöðu vinstri bakvarðar, varðist vel og átti góða spretti fram völlinn. Varnarlínan hjá ÍA í heild sinni átti einnig góðan dag, sérstaklega í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Spil beggja liða. Misheppnaðar sendingar voru mýmargar og það heyrði til tíðinda ef leikmenn liðanna náðu að senda boltann nokkrum sinnum á milli sín án þess að hann tapaðist. Fylkisliðið mætti svo alltof kærulaust til leiks í seinni hálfleiks og hefndist fyrir það. Þær hafa ekki enn unnið sigur í sumar og verða að klára leikina betur.Hvað gerist næst? Leikir gegn 1. deildarliðum í Borgunarbikarnum eru næstir á dagskrá hjá báðum liðum og sigur í þessum leikjum ætti að gefa þeim byr í seglin fyrir framhaldið. Fylkiskonur eiga erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð Pepsi-deildarinnar þegar þær sækja Íslandsmeistara Breiðabliks heim. ÍA á einnig erfiðan útileik gegn ÍBV í næstu umferð.Eiður: ÍA spilar leiðinlegan fótbolta Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis, var hundsvekktur með frammistöðu Árbæinga í seinni hálfleiknum gegn ÍA í dag. „Við fáum tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og nýtum annað þeirra. Svo setjum við fínan þunga í sóknarleikinn en náum ekki að nýta okkur það. Svo komum eins og allt annað lið inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Eiður eftir leikinn. „Þær liggja svolítið á okkur og það er alltaf hættulegt þegar þú ert bara 1-0 yfir.“ Eiði fannst sínar stelpur ekki vera nógu duglegar að teygja á Skagaliðinu. „Mér fannst við hörfa frá leikmönnunum og sendingarnar voru lélegar. Þær eru með ákveðinn leikstíl, spila leiðinlegan fótbolta, eru alltaf í bakinu á þér og það hægist á leiknum. „Auðvitað hefðum við þurft að nýta okkur það. Þær spila á mjög þéttu svæði og við áttum að finna lausu svæðin á vellinum. Við gerðum það ekki í seinni hálfleik sem var mjög lélegur,“ sagði Eiður sem hefur fulla trú á að fyrsti sigurinn komi innan tíðar. „Við erum búnar að þrjú jafntefli og kannski leggst það á sálina. En auðvitað eigum við að fara að klára leikina,“ sagði þjálfarinn að endingu.Þórður: Það minnsta sem við áttum skilið Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, var að vonum sáttur með fyrsta stigið í sumar og sagði að það væri það minnsta sem hans stelpur verðskuldu úr leiknum. „Það var virkilega sætt að sjá boltann í netinu. Mér fannst við eiga skilið a.m.k. eitt stig út úr leiknum,“ sagði Þórður sem var ekki farinn að örvænta þótt jöfnunarmarkið, og um leið fyrsta mark ÍA í sumar, léti bíða eftir sér. „Ég var ekkert hræddur við það. Ég fann það í upphituninni og á æfingunni í gær að það var stemmning í hópnum og við vorum sannfærðar um að við myndum ná í a.m.k. stig hér í dag.“ Þjálfarinn var ánægður með leik Akurnesinga í dag en viðurkenndi þó að broddinn hefði vantað í sóknarleikinn. „Það vantaði meiri ógn á síðasta þriðjungnum. Það vantaði að fylla teiginn betur,“ sagði Þórður að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Fylkir og ÍA skildu jöfn, 1-1, í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna á Flórídana-vellinum í dag. Megan Dunnigan tryggði Skagastelpum sitt fyrsta stig í sumar þegar hún skoraði með skalla eftir hornspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma. Leikurinn var frekar tíðindalítill og fátt um fína drætti. Fylkir byrjaði leikinn reyndar vel og Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Árbæingum yfir strax á 9. mínútu með góðu skoti úr teignum. Berglind var nokkuð lífleg í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað skorað tvö mörk í viðbót. Í seinni hálfleik datt svo allur botn úr leik Fylkis en þær virtust vera að landa þremur stigum áður en Dunnigan jafnaði. Fylkir bíður því enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar en liðið hefur gert þrjú jafntefli í fyrstu fjórum umferðunum.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Af hverju varð jafntefli? Það var ekki mikið um góðan fótbolta í dag og úrslitin sanngjörn. Fylkiskonur voru betri í fyrri hálfleik, Berglind skoraði og fékk auk þess tvö afbragðs færi sem ekki nýttust. Þá átti Sandra Sif Magnúsdóttir skot sem endaði ofan á slánni. En Árbæingar mættu ekki til leiks í seinni hálfleik þar sem gestirnir voru betri, án þess þó að skapa sér nein teljandi færi. Þær gáfust þó ekki upp og náðu inn jöfnunarmarki.Þessar stóðu upp úr Sandra Sif átti góðan leik í hægri bakverðinum hjá Fylki, skilaði boltanum vel frá sér og spyrnur hennar voru hættulegar. Hulda Sigurðardóttir átti einnig fínan dag sem og Audrey Rose Baldwin í markinu. Hún hafði ekki mikið að gera en greip vel inn í og hélt boltanum vel. Hún mætti þó að ósekju standa aðeins framar í markinu til að gefa varnarlínunni meiri dýpt. Hjá ÍA bar markaskorarinn Megan Dunnigan af. Fyrir utan að skora jöfnunarmarkið átti hún flottan leik í stöðu vinstri bakvarðar, varðist vel og átti góða spretti fram völlinn. Varnarlínan hjá ÍA í heild sinni átti einnig góðan dag, sérstaklega í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Spil beggja liða. Misheppnaðar sendingar voru mýmargar og það heyrði til tíðinda ef leikmenn liðanna náðu að senda boltann nokkrum sinnum á milli sín án þess að hann tapaðist. Fylkisliðið mætti svo alltof kærulaust til leiks í seinni hálfleiks og hefndist fyrir það. Þær hafa ekki enn unnið sigur í sumar og verða að klára leikina betur.Hvað gerist næst? Leikir gegn 1. deildarliðum í Borgunarbikarnum eru næstir á dagskrá hjá báðum liðum og sigur í þessum leikjum ætti að gefa þeim byr í seglin fyrir framhaldið. Fylkiskonur eiga erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð Pepsi-deildarinnar þegar þær sækja Íslandsmeistara Breiðabliks heim. ÍA á einnig erfiðan útileik gegn ÍBV í næstu umferð.Eiður: ÍA spilar leiðinlegan fótbolta Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis, var hundsvekktur með frammistöðu Árbæinga í seinni hálfleiknum gegn ÍA í dag. „Við fáum tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og nýtum annað þeirra. Svo setjum við fínan þunga í sóknarleikinn en náum ekki að nýta okkur það. Svo komum eins og allt annað lið inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Eiður eftir leikinn. „Þær liggja svolítið á okkur og það er alltaf hættulegt þegar þú ert bara 1-0 yfir.“ Eiði fannst sínar stelpur ekki vera nógu duglegar að teygja á Skagaliðinu. „Mér fannst við hörfa frá leikmönnunum og sendingarnar voru lélegar. Þær eru með ákveðinn leikstíl, spila leiðinlegan fótbolta, eru alltaf í bakinu á þér og það hægist á leiknum. „Auðvitað hefðum við þurft að nýta okkur það. Þær spila á mjög þéttu svæði og við áttum að finna lausu svæðin á vellinum. Við gerðum það ekki í seinni hálfleik sem var mjög lélegur,“ sagði Eiður sem hefur fulla trú á að fyrsti sigurinn komi innan tíðar. „Við erum búnar að þrjú jafntefli og kannski leggst það á sálina. En auðvitað eigum við að fara að klára leikina,“ sagði þjálfarinn að endingu.Þórður: Það minnsta sem við áttum skilið Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, var að vonum sáttur með fyrsta stigið í sumar og sagði að það væri það minnsta sem hans stelpur verðskuldu úr leiknum. „Það var virkilega sætt að sjá boltann í netinu. Mér fannst við eiga skilið a.m.k. eitt stig út úr leiknum,“ sagði Þórður sem var ekki farinn að örvænta þótt jöfnunarmarkið, og um leið fyrsta mark ÍA í sumar, léti bíða eftir sér. „Ég var ekkert hræddur við það. Ég fann það í upphituninni og á æfingunni í gær að það var stemmning í hópnum og við vorum sannfærðar um að við myndum ná í a.m.k. stig hér í dag.“ Þjálfarinn var ánægður með leik Akurnesinga í dag en viðurkenndi þó að broddinn hefði vantað í sóknarleikinn. „Það vantaði meiri ógn á síðasta þriðjungnum. Það vantaði að fylla teiginn betur,“ sagði Þórður að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira