Koenigsegg One:1 raðar inn metunum Finnur Thorlacius skrifar 25. maí 2016 09:30 Koenigsegg One:1 á sér fáa líka. Koenigsegg One:1 er enginn venjulegur bíll, hann er 1360 hestöfl og vegur 1.360 kíló. Því er hestafl á hvert kíló sem hann vegur og er það fáheyrt með bíla og nafn hans reyndar þannig tilkomið. Fyrir slíkan bíl er ef til vill ekkert óeðlilegt að hann setji hvert metið á fætur öðru. Þau nýjustu eru þau að á þessum bíl tókst að komast í 300 kílómetra hraða og staðnæmast aftur á litlum 17,95 sekúndum og hefur engum öðrum bíl tekist það á styttri tíma. Koenigsegg One:1 tók líka þátt í VMax 200 keppninni um daginn en hún er sérsniðin fyrir ofurbíla og reyna ökumenn þeirra þar að ná sem mestum hraða á þeirri lengd brautarinnar sem hún leyfir. Þar tókst ökumanni bílsins, Oliver Webb að ná 386 kílómetra hraða og þeim hraða hefur engum tekist að ná þar áður. Næst mun Koenigsegg One:1 verða reyndur á Nürburgring brautinni, en þar hefur nýlega loks verið aflétt hraðatakmörkunum sem í gildi hafa verið í nokkurn tíma. Því er kominn tími til að athuga hvort þessi ótrúlegi bíll setji ekki met þar einnig. Koenigsegg One:1 á einnig tímametið á Spa-Francorchamps brautinni fyrir framleiðslubíla, en Formúlu 1 bílar hafa farið hana á betri tíma. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent
Koenigsegg One:1 er enginn venjulegur bíll, hann er 1360 hestöfl og vegur 1.360 kíló. Því er hestafl á hvert kíló sem hann vegur og er það fáheyrt með bíla og nafn hans reyndar þannig tilkomið. Fyrir slíkan bíl er ef til vill ekkert óeðlilegt að hann setji hvert metið á fætur öðru. Þau nýjustu eru þau að á þessum bíl tókst að komast í 300 kílómetra hraða og staðnæmast aftur á litlum 17,95 sekúndum og hefur engum öðrum bíl tekist það á styttri tíma. Koenigsegg One:1 tók líka þátt í VMax 200 keppninni um daginn en hún er sérsniðin fyrir ofurbíla og reyna ökumenn þeirra þar að ná sem mestum hraða á þeirri lengd brautarinnar sem hún leyfir. Þar tókst ökumanni bílsins, Oliver Webb að ná 386 kílómetra hraða og þeim hraða hefur engum tekist að ná þar áður. Næst mun Koenigsegg One:1 verða reyndur á Nürburgring brautinni, en þar hefur nýlega loks verið aflétt hraðatakmörkunum sem í gildi hafa verið í nokkurn tíma. Því er kominn tími til að athuga hvort þessi ótrúlegi bíll setji ekki met þar einnig. Koenigsegg One:1 á einnig tímametið á Spa-Francorchamps brautinni fyrir framleiðslubíla, en Formúlu 1 bílar hafa farið hana á betri tíma.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent