Innlent

Ungliðahreyfing Viðreisnar stofnuð og ný stjórn kjörin

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar ávarpaði þá sem komu á stofnfundinn. Myndin vinstra megin er tekin á öðrum fundi Ungliðahreyfingarinnar um stöðu ungs fólks fyrr á árinu.
Formaður Ungliðahreyfingar Viðreisnar ávarpaði þá sem komu á stofnfundinn. Myndin vinstra megin er tekin á öðrum fundi Ungliðahreyfingarinnar um stöðu ungs fólks fyrr á árinu. Vísir/Aðsend
Ungliðahreyfing Viðreisnar var formlega stofnuð á föstudaginn var. Flokkurinn sjálfur verður formlega stofnaður á stofnfundi í dag klukkan fimm.

Bæði Viðreisn og ungliðaflokkur stjórnmálaaflsins hafa verið í mótun undanfarin ár og á stofnfundi ungliðahreyfingarinnar tóku til máls ungliðar sem hafa komið að mótun flokksins. Þá var ný stjórn kjörin. Bjarni Halldór Janusson var kjörinn formaður stjórnar Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Hann tók til máls og fjallaði um áhrif ungs fólks á stefnu Viðreisnar. 

„Það sem heillaði mig mest við Viðreisn er að við unga fólkið fáum að sitja til jafns við eldri kynslóðir og höfum, ef eitthvað haft mest áhrif á mótun aflsins,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.

Í aðalstjórn sitja, auk Bjarna, Katrín Sigríður Steingrímsdóttir, Marta Kristjana Stefánsdóttir, Sigurjón Arnórsson og Júlíus Þór Halldórsson. „Þessi stjórn situr þar til ný verður kjörin í haust. Meginverkefni hennar núna verður að efla hreyfinguna, vekja athygli á málefnum ungs fólks og stækka við hópinn,“ segir í tilkynningu frá hreyfingunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×