Rory McIlroy ætlar að fylgjast vel með fréttum af Zika vírusnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 23:00 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira