Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2016 15:58 Sigurður Ingi Jóhannsson vísir/valli „Ég hef lýst því yfir að ég mun ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni og það hefur ekkert breyst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, aðspurður hvort hann ætli að gefa kost á sér sem formaður flokksins komi til formannskjörs á flokksþingi fyrir þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, greindi frá því í gær að hann hefði hug á því að halda áfram sem formaður flokksins og þannig leiða hann í næstu þingkosningum. Í Fréttablaðinu í morgun sögðu hins vegar tveir framámenn í Framsóknarflokknum að þeir vildu gjarnan sjá Sigurð Inga sem næsta formann flokksins.Svo hvað ef að Sigmundur Davíð hættir hins vegar við þau áform sín að halda áfram sem formaður, hvað gerir varaformaðurinn þá? „Þá hef ég þá skoðun að núna er ég í ákveðnum verkefnum, ég einbeiti mér að þeim. Þegar kemur að því á einhverju flokksþingi og önnur staða er uppi og kosningar í nánd þá tekur maður þá ákvörðun en núna er ég bara ekkert að hugsa um þau mál,“ segir Sigurður Ingi. Miðstjórnarfundur verður haldinn hjá Framsóknarflokknum í byrjun júní og býst Sigurður Ingi við að þá verði rætt hvort og hvenær flokksþing verður haldið þó ekki sé formlega gert ráð fyrir því að ákvörðun um flokksþing verði tekin þá.Stefnt að þingkosningum í haust Sigurður Ingi segist telja það skynsamlegast að halda flokksþing í aðdraganda kosninga til að klára stefnumótun fyrir næsta kjörtímabil, óháð því hvort til standi að kjósa um nýja forystu. Sigmundur Davíð viðraði þá skoðun sína í gær að honum hugnaðist það ekki endilega að kosið yrði til þings í haust eins og þeir Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa boðað. Aðspurður um þessi orð Sigmundar og það hvort hafi eitthvað hafi breyst í þeim efnum að kosið verði í haust segir Sigurður Ingi: „Eins og við forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðum við myndun ríkisstjórnarinnar að að því gefnu að mál gangi fram með eðlilegum hætti í þinginu og við náum að ljúka þeim mikilvægu málum sem stefnt er að að þá verði boðað til kosninga og það stendur. Það er hins vegar ljóst bæði innan þingflokks Framsóknarflokksins og annarra flokka eru skiptar skoðanir eru um það.“Segja þingstörfin ganga vel Forsætisráðherra segir í þessu samhengi að honum finnist þingstörfin ganga fínt þessa dagana. „Það er margt sem bendir til þess að menn séu bara að einbeita sér að því að ljúka þeim verkefnum sem um hefur verið rætt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta er í samræmi við orð Bjarna á þingi í dag þar sem hann var spurður út í orð Sigmundar Davíðs um kosningarnar í haust. Sagði Bjarni að það væri stefnt að kosningum í haust en tók það jafnframt fram að það væru skiptar skoðanir um það. Þá tók hann undir orð Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurði út í fyrirhugaðar kosningar, um að þingstörfin gangi vel. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53 Vill verða forsætisráðherra á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins. 23. maí 2016 10:45 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Sjá meira
„Ég hef lýst því yfir að ég mun ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni og það hefur ekkert breyst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, aðspurður hvort hann ætli að gefa kost á sér sem formaður flokksins komi til formannskjörs á flokksþingi fyrir þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, greindi frá því í gær að hann hefði hug á því að halda áfram sem formaður flokksins og þannig leiða hann í næstu þingkosningum. Í Fréttablaðinu í morgun sögðu hins vegar tveir framámenn í Framsóknarflokknum að þeir vildu gjarnan sjá Sigurð Inga sem næsta formann flokksins.Svo hvað ef að Sigmundur Davíð hættir hins vegar við þau áform sín að halda áfram sem formaður, hvað gerir varaformaðurinn þá? „Þá hef ég þá skoðun að núna er ég í ákveðnum verkefnum, ég einbeiti mér að þeim. Þegar kemur að því á einhverju flokksþingi og önnur staða er uppi og kosningar í nánd þá tekur maður þá ákvörðun en núna er ég bara ekkert að hugsa um þau mál,“ segir Sigurður Ingi. Miðstjórnarfundur verður haldinn hjá Framsóknarflokknum í byrjun júní og býst Sigurður Ingi við að þá verði rætt hvort og hvenær flokksþing verður haldið þó ekki sé formlega gert ráð fyrir því að ákvörðun um flokksþing verði tekin þá.Stefnt að þingkosningum í haust Sigurður Ingi segist telja það skynsamlegast að halda flokksþing í aðdraganda kosninga til að klára stefnumótun fyrir næsta kjörtímabil, óháð því hvort til standi að kjósa um nýja forystu. Sigmundur Davíð viðraði þá skoðun sína í gær að honum hugnaðist það ekki endilega að kosið yrði til þings í haust eins og þeir Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa boðað. Aðspurður um þessi orð Sigmundar og það hvort hafi eitthvað hafi breyst í þeim efnum að kosið verði í haust segir Sigurður Ingi: „Eins og við forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðum við myndun ríkisstjórnarinnar að að því gefnu að mál gangi fram með eðlilegum hætti í þinginu og við náum að ljúka þeim mikilvægu málum sem stefnt er að að þá verði boðað til kosninga og það stendur. Það er hins vegar ljóst bæði innan þingflokks Framsóknarflokksins og annarra flokka eru skiptar skoðanir eru um það.“Segja þingstörfin ganga vel Forsætisráðherra segir í þessu samhengi að honum finnist þingstörfin ganga fínt þessa dagana. „Það er margt sem bendir til þess að menn séu bara að einbeita sér að því að ljúka þeim verkefnum sem um hefur verið rætt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta er í samræmi við orð Bjarna á þingi í dag þar sem hann var spurður út í orð Sigmundar Davíðs um kosningarnar í haust. Sagði Bjarni að það væri stefnt að kosningum í haust en tók það jafnframt fram að það væru skiptar skoðanir um það. Þá tók hann undir orð Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurði út í fyrirhugaðar kosningar, um að þingstörfin gangi vel.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53 Vill verða forsætisráðherra á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins. 23. maí 2016 10:45 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Sjá meira
Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00
Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53
Vill verða forsætisráðherra á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins. 23. maí 2016 10:45