Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 09:00 Þetta yrði eitthvað eins og maðurinn sagði. mynd/twitter Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“ MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“
MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Sjá meira
Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00
Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00