ISIS kallar eftir hryðjuverkaárásum á Vesturveldin í næsta mánuði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2016 21:18 Skilaboð sem sögð eru vera frá talsmanni ISIS kalla eftir því að stuðningsmenn ISIS fremji hryðjuverk í föstumánuði múslima sem hefst í byrjun júní. Vísir/Getty Opinber talsmaður ISIS kallar eftir því að fylgismenn hryðjuverkasamtakanna láti til skarar skríða og fremji hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan Ramadan, föstumánuður múslima, stendur yfir en hann hefst 6. júní næstkomandi. Skilaboðin eru sögð koma frá Abu Muhammad al-Adnani, háttsettum liðsmanni ISIS sem gjarnan er nefndur talsmaður samtakanna. Skilaboðunum var dreift á samfélagsmiðlinum Twitter en samkvæmt frétt Reuters hefur ekki takist að sannreyna hvort að skilaboðin komi í raun og veru frá ISIS. Þó er bent á að skilaboðunum hafi verið dreift á Twitter af þeim sem áður hafa dreift yfirlýsingum frá ISIS. Í skilaboðunum eru stuðningsmenn ISIS í Bandaríkjunum og Evrópu hvattir til þess að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum og almennum borgum fremur en að freista þess að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi en þrengt hefur að yfirráðarsvæði ISIS þar í landi sem og í Írak eftir harðar loftárásir Bandaríkjanna og fleiri ríkja á skotmörk tengd ISIS. ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hinum mannskæðu hryðjuverkunum í París á síðasta ári og Brussel á þessu ári og óttast er að innan Evrópu leynist hryðjuverkasellur á borð við þær sem frömdu árásirnar. Hefur öryggisgæsla á EM í knattspyrnu í sumar til að mynda verið hert gríðarlega vegna ótta um að gerðar verði hryðjuverkaárásir á meðan keppninni stendur. Í skilaboðinum er ekki minnst á flugvél EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið. Yfirvöld í Egyptalandi segjast gruna að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Engin samtök hafa hins vegar lýst yfir ábyrgð. Enn er leitað að flugritum vélarinnar svo varpa megi ljósi á það hvað hafi grandað vélinni. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Opinber talsmaður ISIS kallar eftir því að fylgismenn hryðjuverkasamtakanna láti til skarar skríða og fremji hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan Ramadan, föstumánuður múslima, stendur yfir en hann hefst 6. júní næstkomandi. Skilaboðin eru sögð koma frá Abu Muhammad al-Adnani, háttsettum liðsmanni ISIS sem gjarnan er nefndur talsmaður samtakanna. Skilaboðunum var dreift á samfélagsmiðlinum Twitter en samkvæmt frétt Reuters hefur ekki takist að sannreyna hvort að skilaboðin komi í raun og veru frá ISIS. Þó er bent á að skilaboðunum hafi verið dreift á Twitter af þeim sem áður hafa dreift yfirlýsingum frá ISIS. Í skilaboðunum eru stuðningsmenn ISIS í Bandaríkjunum og Evrópu hvattir til þess að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum og almennum borgum fremur en að freista þess að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi en þrengt hefur að yfirráðarsvæði ISIS þar í landi sem og í Írak eftir harðar loftárásir Bandaríkjanna og fleiri ríkja á skotmörk tengd ISIS. ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hinum mannskæðu hryðjuverkunum í París á síðasta ári og Brussel á þessu ári og óttast er að innan Evrópu leynist hryðjuverkasellur á borð við þær sem frömdu árásirnar. Hefur öryggisgæsla á EM í knattspyrnu í sumar til að mynda verið hert gríðarlega vegna ótta um að gerðar verði hryðjuverkaárásir á meðan keppninni stendur. Í skilaboðinum er ekki minnst á flugvél EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið. Yfirvöld í Egyptalandi segjast gruna að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Engin samtök hafa hins vegar lýst yfir ábyrgð. Enn er leitað að flugritum vélarinnar svo varpa megi ljósi á það hvað hafi grandað vélinni.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00