Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:51 Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í dag. Vísir/Anton „Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54