Spieth vann á heimavelli í fyrsta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2016 14:45 Jordan Spieth með sigurlaunin í Texas. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fagnaði sigri á Colonial National-boðsmótinu í Texas í gær sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þessi 22 ára gamli kylfingur, sem er annar á heimslistanum, fór lokahringinn á sex höggum undir pari en hann endaði í heildina á 17 höggum undir pari og vann með þriggja högga forskoti. Harry English varð í öðru sæti á fjórtán höggum undir pari og þeir Ryan Palmer og Webb Simpson deildu þriðja til fjórða sæti á þrettán höggum undir pari. Bandaríkjamenn röðuðu sér í sex efstu sætin. Þetta var áttundi PGA-sigur Spieths á ferlinum og sá fyrsti sem hann vinnur í sínu heimaríki, Texas. „Það var gott að ná þessum áfanga og vinna fyrir framan mitt fólk. Þvílík vika,“ sagði sigurreifur Jordan Spieth eftir mótið. Spieth var með aðeins eins höggs forskot fyrir lokahringinn og missti forskotið snemma dags. Hann var búinn að jafna metin á fyrri níu og setti svo sex fugla á seinni níu og tryggði sér sigurinn. Hann er yngsti sigurvegarinn á þessu móti í 86 ár. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fagnaði sigri á Colonial National-boðsmótinu í Texas í gær sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þessi 22 ára gamli kylfingur, sem er annar á heimslistanum, fór lokahringinn á sex höggum undir pari en hann endaði í heildina á 17 höggum undir pari og vann með þriggja högga forskoti. Harry English varð í öðru sæti á fjórtán höggum undir pari og þeir Ryan Palmer og Webb Simpson deildu þriðja til fjórða sæti á þrettán höggum undir pari. Bandaríkjamenn röðuðu sér í sex efstu sætin. Þetta var áttundi PGA-sigur Spieths á ferlinum og sá fyrsti sem hann vinnur í sínu heimaríki, Texas. „Það var gott að ná þessum áfanga og vinna fyrir framan mitt fólk. Þvílík vika,“ sagði sigurreifur Jordan Spieth eftir mótið. Spieth var með aðeins eins höggs forskot fyrir lokahringinn og missti forskotið snemma dags. Hann var búinn að jafna metin á fyrri níu og setti svo sex fugla á seinni níu og tryggði sér sigurinn. Hann er yngsti sigurvegarinn á þessu móti í 86 ár.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira