Erlent

Dóttir og barnsmóðir Depp koma honum til varnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Johnny Depp sést hér með Amber Heard og börnum sínum tveimur sem hann á með Vanessa Paradis.
Johnny Depp sést hér með Amber Heard og börnum sínum tveimur sem hann á með Vanessa Paradis. vísir/getty

„Pabbi minn er elskulegasta manneskja sem ég þekki, hann hefur bara verið yndislegur faðir fyrir mig mig og litla bróður minn, og allir sem ég þekki myndu segja það sama.“



Þetta skrifar Lily-Rose Depp, 17 ára dóttir leikarans Johnny Depp, á Instagram-síðu sinni við mynd sem hún deilir af sér og pabba sínum frá því hún var lítil. Mikið hefur verið fjallað um Depp í fjölmiðlum seinustu daga og meinta líkamsárás hans á eiginkonu sína Amber Heard.



Heard hefur sótt um skilnað frá Depp eftir 15 mánaða hjónaband og fékk fyrir helgi dæmt nálgunarbann á Depp. Samkvæmt skjölum sem Heard lagði fram fyrir dómi segist hún lifa í stöðugum ótta við að Depp komi heim til hennar og ógni henni, bæði líkamlega og andlega.



Barnsmóðir Depp, Vanessa Paradis, hefur sagt að ásakanir Heard um að Depp hafi ráðist á hana séu fráleitar. Paradis og Depp voru gift í 14 ár og eiga tvö börn saman.



„Hann er viðkvæmur og elskuleg manneskja og ég trúi af öllu hjarta að þessar ásakanir séu fráleitar,“ var haft eftir Paradis í fjölmiðlum í gær. Með mynd sinni sýnir dóttir Depp honum síðan stuðning þó að hún nefni ekki ásakanir Heard beint í Instagram-færslu sinni.


Tengdar fréttir

Lögregla sá engin merki ofbeldis

Lögreglan í Los Angeles var kölluð á heimili þeirra Amber Heard og Johnny Depp kvöldið sem hún segir eiginmann sinn hafa kastað í sig síma.

Dómari samþykkti nálgunarbann

Dómari í Los Angeles hefur samþykkt nálgunarbann á leikarann Johnny Depp. Eiginkona hans, leikkonan Amber Heard, fór fram á bannið í gær en hún hefur sótt um skilnað við Depp og segir hann hafa ítrekað beitt sig ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×