Martin Omolu veitt hæli á Íslandi eftir fjögurra ára óvissu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 21:13 Martin fær að búa á Íslandi. Vísir/Pjetur Nígeríumanninum Martin Omolu hefur verið veitt hæli hér á landi eftir að hafa velkst um í kerfinu í fleiri mánuði. Martin og mál hans hefur vakið mikla athygli en í febrúar síðastliðnum var honum tilkynnt að vísa ætti honum úr landi með tveggja sólarhringa fyrirvara. Hefði honum verið vísað aftur til ítalíu en þangað kom hann árið 2003 og sótti um hæli. „Ég er svo glaður. Ég er bara að reyna að skilja þetta allt, ég er að reyna að ná utan um að þetta hafi raunverulega gerst,“ segir Martin í samtali við Vísi. „Ég hef lifað svo lengi á hrakhólum að ég veit ekki hvernig ég á að hegða mér lengur.“ Martin er samkynhneigður og hefur því mátt þola barsmíðar í heimalandi sínu. Í viðtali við Fréttablaðið sýndi hann blaðamanni örin sem hann ber. Martin hefur búið hér í tæplega fjögur ár en hann kom hingað frá Ítalíu sem fyrr segir.Góðar fréttir eftir langa tíð slæmra fregna „Þetta er nýtt upphaf fyrir mig. Ég hef fengið svo mikið af slæmum fréttum í gegnum tíðina að ég bjóst engan veginn við þessu. Ég hef fengið slæmar fréttir allt síðan ég flutti að heiman.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Martin á fjölda vina hér á landi og hyggst nýta þetta tækifæri sem honum var gefið vel. Hann hefur þegar lært hrafl í íslensku og ætlar að vera orðinn reipbrennandi áður en langt um líður. Hann starfar núna við að selja humarlokur og humarsúpur í Lobster Hut en segist ekki hafa ákveðið hvað framtíðin hér á landi ber í skauti sér. „Nei. Nú tek ég bara eitt skref í einu. Ég þarf núna að finna út úr því hvað ég geri. Allt er opið og bjart fyrir mér núna. Ég elska Ísland og að vera hér, nú þarf ég bara að gera það besta úr þessu tækifæri.“ Mál Martin var tekið fyrir í Hæstarétti síðastliðið haust en þar var umsókn hans um hæli vísað frá. Hæstiréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Því átti að senda Martin tilbaka til Ítalíu. Í kjölfarið upphófust mikil mótmæli sér í lagi í ljósi þess að aðstæður í Ítalíu hafa hríðversnað á liðnum árum. Þangað liggur mikill straumur flóttamanna og lítil sem engin úrræði eru fyrir hópinn sem dvelur að mestu leyti á götunum með enga von um dvalar- eða atvinnuleyfi. Þann 18. febrúar síðastliðinn barst tilkynning frá Útlendingastofnun þar sem fram kom að ákvörðun hefði verið tekin um að fresta brottflutningi af sanngirnisástæðum.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Hæstiréttur hefði hafnað umsókn Martins um hæli en hið rétta er að umsókn um hæli var vísað frá dómi. Þá kom fram að innanríkisráðherra hefði tekið ákvörðun um að fresta brottflutningi en það var í raun Útlendingastofnun. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Nígeríumanninum Martin Omolu hefur verið veitt hæli hér á landi eftir að hafa velkst um í kerfinu í fleiri mánuði. Martin og mál hans hefur vakið mikla athygli en í febrúar síðastliðnum var honum tilkynnt að vísa ætti honum úr landi með tveggja sólarhringa fyrirvara. Hefði honum verið vísað aftur til ítalíu en þangað kom hann árið 2003 og sótti um hæli. „Ég er svo glaður. Ég er bara að reyna að skilja þetta allt, ég er að reyna að ná utan um að þetta hafi raunverulega gerst,“ segir Martin í samtali við Vísi. „Ég hef lifað svo lengi á hrakhólum að ég veit ekki hvernig ég á að hegða mér lengur.“ Martin er samkynhneigður og hefur því mátt þola barsmíðar í heimalandi sínu. Í viðtali við Fréttablaðið sýndi hann blaðamanni örin sem hann ber. Martin hefur búið hér í tæplega fjögur ár en hann kom hingað frá Ítalíu sem fyrr segir.Góðar fréttir eftir langa tíð slæmra fregna „Þetta er nýtt upphaf fyrir mig. Ég hef fengið svo mikið af slæmum fréttum í gegnum tíðina að ég bjóst engan veginn við þessu. Ég hef fengið slæmar fréttir allt síðan ég flutti að heiman.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Martin á fjölda vina hér á landi og hyggst nýta þetta tækifæri sem honum var gefið vel. Hann hefur þegar lært hrafl í íslensku og ætlar að vera orðinn reipbrennandi áður en langt um líður. Hann starfar núna við að selja humarlokur og humarsúpur í Lobster Hut en segist ekki hafa ákveðið hvað framtíðin hér á landi ber í skauti sér. „Nei. Nú tek ég bara eitt skref í einu. Ég þarf núna að finna út úr því hvað ég geri. Allt er opið og bjart fyrir mér núna. Ég elska Ísland og að vera hér, nú þarf ég bara að gera það besta úr þessu tækifæri.“ Mál Martin var tekið fyrir í Hæstarétti síðastliðið haust en þar var umsókn hans um hæli vísað frá. Hæstiréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Því átti að senda Martin tilbaka til Ítalíu. Í kjölfarið upphófust mikil mótmæli sér í lagi í ljósi þess að aðstæður í Ítalíu hafa hríðversnað á liðnum árum. Þangað liggur mikill straumur flóttamanna og lítil sem engin úrræði eru fyrir hópinn sem dvelur að mestu leyti á götunum með enga von um dvalar- eða atvinnuleyfi. Þann 18. febrúar síðastliðinn barst tilkynning frá Útlendingastofnun þar sem fram kom að ákvörðun hefði verið tekin um að fresta brottflutningi af sanngirnisástæðum.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Hæstiréttur hefði hafnað umsókn Martins um hæli en hið rétta er að umsókn um hæli var vísað frá dómi. Þá kom fram að innanríkisráðherra hefði tekið ákvörðun um að fresta brottflutningi en það var í raun Útlendingastofnun. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00