Egill Ragnar tryggði sér sæti í landsliðinu með sigri á úrtökumóti Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2016 23:16 Egill Ragnar Gunnarsson sveiflar kylfunni á Korpunni. mynd/seth/golf.is Egill Ragnar Gunnarsson, kylfingur úr GKG, tryggði sér sæti í A-landsliði Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Lúxemborg í júlí. Egill vann úrtökumót sem landsliðsþjálfararnir Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson stóðu fyrir en leikið var á Korpúlfsstaðavelli. Fimmtán kylfingum var boðið og náðu tólf að klára. Þessi tvítugi kylfingur fór hringina fjóra á níu höggum undir pari vallarins en bent er á í frétt Golf.is að Birgir Leifur fór sjálfur fjóra hringi á tíu höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpunni fyrir þremur árum. „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði Egill Ragnar í viðtali við Golf.is en sigur hans var öruggur. Næsti maður, Gísli Sveinbergsson úr GK spilaði á fjórum höggum undir pari. A-landslið karla leikur í 2. deild á Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg dagana 6.-9. júlí. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Egill Ragnar Gunnarsson, kylfingur úr GKG, tryggði sér sæti í A-landsliði Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Lúxemborg í júlí. Egill vann úrtökumót sem landsliðsþjálfararnir Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson stóðu fyrir en leikið var á Korpúlfsstaðavelli. Fimmtán kylfingum var boðið og náðu tólf að klára. Þessi tvítugi kylfingur fór hringina fjóra á níu höggum undir pari vallarins en bent er á í frétt Golf.is að Birgir Leifur fór sjálfur fjóra hringi á tíu höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpunni fyrir þremur árum. „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði Egill Ragnar í viðtali við Golf.is en sigur hans var öruggur. Næsti maður, Gísli Sveinbergsson úr GK spilaði á fjórum höggum undir pari. A-landslið karla leikur í 2. deild á Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg dagana 6.-9. júlí.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira