Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2016 10:52 Róbert Rúnarsson með fyrsta laxinn úr Eystri Rangá. 80 sm hrygna úr Hofteigsbreiðu Eystri Rangá opnar ekki fyrr en 1. júlí en fram að þeim tíma er veitt til að ná snemmgengnum laxi í klak. Klakveiðin er eingöngu til þess gerð að ná í þessa snemmgengnu laxa til að rækta undan þeim því árangurinn ef því ræktunarstarfi skilar löxum sem koma fyrr í ánna. Leiðsögumenn við Eystri Rangá hafa séð um að veiða þessa laxa og nú ber svo við að fyrsti laxinn er kominn úr ánni og fór hann beint í klakkistu. Það var Róbert Rúnarsson sem náði 80 sm hrygnu á Hofteigsbreiðu og tók hún Sunray Shadow. Róbert setti í annan lax á sama stað en sá fór af eftir stutta stund. Róbert hefur í þá í tvígang náð fyrsta laxinum úr Eystri Rangá. Alls veiddust 2749 laxar í Eystri Rangá í fyrra og miðað við hvernig fyrstu dagarnir í þeim ám sem þegar hafa opnað hafa komið út verður spennandi að sjá hvort það sé ekki það sama sem bíður veiðimanna í Eystri þegar hún opnar. Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Laxá í Kjós og Grímsá skila góðri veiði Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði
Eystri Rangá opnar ekki fyrr en 1. júlí en fram að þeim tíma er veitt til að ná snemmgengnum laxi í klak. Klakveiðin er eingöngu til þess gerð að ná í þessa snemmgengnu laxa til að rækta undan þeim því árangurinn ef því ræktunarstarfi skilar löxum sem koma fyrr í ánna. Leiðsögumenn við Eystri Rangá hafa séð um að veiða þessa laxa og nú ber svo við að fyrsti laxinn er kominn úr ánni og fór hann beint í klakkistu. Það var Róbert Rúnarsson sem náði 80 sm hrygnu á Hofteigsbreiðu og tók hún Sunray Shadow. Róbert setti í annan lax á sama stað en sá fór af eftir stutta stund. Róbert hefur í þá í tvígang náð fyrsta laxinum úr Eystri Rangá. Alls veiddust 2749 laxar í Eystri Rangá í fyrra og miðað við hvernig fyrstu dagarnir í þeim ám sem þegar hafa opnað hafa komið út verður spennandi að sjá hvort það sé ekki það sama sem bíður veiðimanna í Eystri þegar hún opnar.
Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Laxá í Kjós og Grímsá skila góðri veiði Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði