Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2016 10:30 Snorri Helgason með skemmtilegt myndband. vísir Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu og meðal annars farið hátt á vinsældarlista Rásar 2. Einsemd er fyrsta lagið sem fær að hljóma af væntanlegri plötu Snorra. Í dag er frumsýnt nýtt myndband sem leikhópurinn Kriðpleir og Óskar Kristinn Vignisson hafa gert við lag Snorra. Í myndbandinu er fylgst með sjálfsstyrkingarnámskeiði sem leikhópurinn Kriðpleir býður upp á fyrir fólk í atvinnuleit. Meðlimir Kriðpleirs leika allir í myndbandinu, en þeir eru Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, auk Bjarna Jónssonar, leikskálds. Þar fyrir utan koma margir öndvegismenn fram í aukahlutverkum, t.a.m. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, listrænn stjórnandi Mengis, Albert Halldórsson, leikari, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, myndlistamaður, Þórir Bogason, þúsundþjalasmiður, Margrét Sif Sigurðardóttir, nemi, og Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis í Pepsi-deildinni. Óskar Kristinn er myndlistarmaður og hefur getið sér gott orð upp á síðkastið fyrir myndbandagerð. Á næstu vikum verður frumsýnt tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir hljómsveitina Ó ó með Örn Eldjárn í broddi fylkingar. Annað kvöld kl. 21 eru tónleikar með Snorra og hljómsveit hans á Kexinu þar sem leikin verða fleiri lög af væntanlegri plötu. Tónlist Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu og meðal annars farið hátt á vinsældarlista Rásar 2. Einsemd er fyrsta lagið sem fær að hljóma af væntanlegri plötu Snorra. Í dag er frumsýnt nýtt myndband sem leikhópurinn Kriðpleir og Óskar Kristinn Vignisson hafa gert við lag Snorra. Í myndbandinu er fylgst með sjálfsstyrkingarnámskeiði sem leikhópurinn Kriðpleir býður upp á fyrir fólk í atvinnuleit. Meðlimir Kriðpleirs leika allir í myndbandinu, en þeir eru Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, auk Bjarna Jónssonar, leikskálds. Þar fyrir utan koma margir öndvegismenn fram í aukahlutverkum, t.a.m. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, listrænn stjórnandi Mengis, Albert Halldórsson, leikari, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, myndlistamaður, Þórir Bogason, þúsundþjalasmiður, Margrét Sif Sigurðardóttir, nemi, og Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis í Pepsi-deildinni. Óskar Kristinn er myndlistarmaður og hefur getið sér gott orð upp á síðkastið fyrir myndbandagerð. Á næstu vikum verður frumsýnt tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir hljómsveitina Ó ó með Örn Eldjárn í broddi fylkingar. Annað kvöld kl. 21 eru tónleikar með Snorra og hljómsveit hans á Kexinu þar sem leikin verða fleiri lög af væntanlegri plötu.
Tónlist Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira