Fyrsti laxinn kominn á land í Brennunni Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2016 16:00 Ingólfur Ásgeirsson með fyrsta laxinn úr Brennunni Veiðinsvæðin Straumar og Brenna hafa opnað fyrir veiðimenn og þegar hafa laxar veiðst á báðum svæðum. Það skal svo sem engan undra að laxar hafi veiðst því þessi svæði eru neðst á þeim kafla Hvítár þar sem Þverá, Norðurá og Grímsá renna í Borgarfjörðinn og það fer gríðarlega mikið magn af laxi þarna um á þessum tíma. Ingólfur Ásgeirsson leigutaki Þverár tók fyrsta laxinn í Brennunni og eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta vænn tveggja ára lax. Það getur verið geysilega mikið líf á þessum svæðum þegar göngurnar eru í hámarki en besti veiðitíminn er yfirleitt fyrstu sex vikurnar en þegar líður á sumarið og laxagöngur minnka fer oft að bera meira á sjóbirting. Leyfin á þessum neðstu svæðum eru oftar en ekki ódýrari en í ánum og það skemmir ekki fyrir því að veiðivon er góð þó svo að veiðistaðir séu fáir því þú ert alltaf að kasta á nýgengin lax. Lykilatriðið hefur oft verið að nota þunga tauma og þungdar flugur til að veiða frekar djúpt en það á ekki við ef jökulvatnið er ekki áberandi. Þá veiðist vel á flotlínur og t.d. Sunray Shadow. Við eigum eftir að fá fleiri fréttir á næstunni af þessum svæðum sem og næstu opnunum í laxveiðiánum en þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Mest lesið Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði
Veiðinsvæðin Straumar og Brenna hafa opnað fyrir veiðimenn og þegar hafa laxar veiðst á báðum svæðum. Það skal svo sem engan undra að laxar hafi veiðst því þessi svæði eru neðst á þeim kafla Hvítár þar sem Þverá, Norðurá og Grímsá renna í Borgarfjörðinn og það fer gríðarlega mikið magn af laxi þarna um á þessum tíma. Ingólfur Ásgeirsson leigutaki Þverár tók fyrsta laxinn í Brennunni og eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta vænn tveggja ára lax. Það getur verið geysilega mikið líf á þessum svæðum þegar göngurnar eru í hámarki en besti veiðitíminn er yfirleitt fyrstu sex vikurnar en þegar líður á sumarið og laxagöngur minnka fer oft að bera meira á sjóbirting. Leyfin á þessum neðstu svæðum eru oftar en ekki ódýrari en í ánum og það skemmir ekki fyrir því að veiðivon er góð þó svo að veiðistaðir séu fáir því þú ert alltaf að kasta á nýgengin lax. Lykilatriðið hefur oft verið að nota þunga tauma og þungdar flugur til að veiða frekar djúpt en það á ekki við ef jökulvatnið er ekki áberandi. Þá veiðist vel á flotlínur og t.d. Sunray Shadow. Við eigum eftir að fá fleiri fréttir á næstunni af þessum svæðum sem og næstu opnunum í laxveiðiánum en þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu.
Mest lesið Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði