800 urriðar á land á ION svæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2016 10:00 Jóhann Hafnfjörð með glæsilegan urriða af ION svæðinu. Það hefur verið frábær veiði á veiðisvæðinu kenndu við ION á Þingvöllum í sumar en um 800 urriðar hafa komið þar á land. Þetta er frábær veiði og því líklega að þakka að mun hlýrra var í vor heldur en í fyrra þannig að færri dagar duttu út vegna veðurs. Urriðinn er að venju stór þarna en algengar stærðir eru 4-8 pund sem er eins og meðalþyngd í laxveiðiánum á vesturlandi. Síðan er mikið af 8-14 punda fiski og alltaf eitthvað af fiski stærri en það þó þeir séu eðlilega færri. Hratt yfirlit í veiðibókinni segir að um 40 fiskar séu um 20 pund en 100 sm reglan eins og veiðimenn miða við í laxi á ekki við hér því það er ekkert óalgengt að urriði sem er 85 sm sé 10 kg því hann er gríðarlega þykkur á alla kanta. Mikið er þegar bókað fyrir næsta sumar og eins og núna í ár má gera ráð fyrir því að færri komist að en vilja svo þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér þó ekki nema einn dag ættu að fara hugsa fyrir því. Það er ennþá að veiðast ágætlega og sem dæmi um það var síðasta þriggja daga holl með um 100 fiska og meðalþyngd um 7 pund. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði
Það hefur verið frábær veiði á veiðisvæðinu kenndu við ION á Þingvöllum í sumar en um 800 urriðar hafa komið þar á land. Þetta er frábær veiði og því líklega að þakka að mun hlýrra var í vor heldur en í fyrra þannig að færri dagar duttu út vegna veðurs. Urriðinn er að venju stór þarna en algengar stærðir eru 4-8 pund sem er eins og meðalþyngd í laxveiðiánum á vesturlandi. Síðan er mikið af 8-14 punda fiski og alltaf eitthvað af fiski stærri en það þó þeir séu eðlilega færri. Hratt yfirlit í veiðibókinni segir að um 40 fiskar séu um 20 pund en 100 sm reglan eins og veiðimenn miða við í laxi á ekki við hér því það er ekkert óalgengt að urriði sem er 85 sm sé 10 kg því hann er gríðarlega þykkur á alla kanta. Mikið er þegar bókað fyrir næsta sumar og eins og núna í ár má gera ráð fyrir því að færri komist að en vilja svo þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér þó ekki nema einn dag ættu að fara hugsa fyrir því. Það er ennþá að veiðast ágætlega og sem dæmi um það var síðasta þriggja daga holl með um 100 fiska og meðalþyngd um 7 pund.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði