Höskuldur gagnrýnir foringjadýrkun en aðrir styðja Sigmund Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Höskuldur Þórhallsson Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í laugardag hafi komið fram hörð gagnrýni á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Það er greinilega töluverð undiralda í flokknum og hún kom fram á fundinum,“ segir Höskuldur. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég aldrei orðið vitni að viðlíkri foringjadýrkun sem virðist vera hjá mjög fámennum en duglegum hópi innan Framsóknarflokksins,“ segir Höskuldur enn fremur. Aðspurður hvort hann hyggi á formannsframboð segir hann aðra hluti sér ofar í huga á þessari stundu. Hann hafi hugsað sér að bjóða sig aftur fram til þings. „En ég neita því ekki að ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og staðan er akkúrat núna. Ég tel að við þurfum að hugsa vel hvernig við viljum ganga til kosninga. Hvort við viljum ganga til kosninga og ræða góð mál, ræða framtíðina og það sem vel hefur gengið eða hvort við viljum ræða Panamaskjölin og vera í sífelldri varnarbaráttu, ég tel að kosningabaráttan gæti, ef heldur fram sem horfir, snúist um það, en ég vona ekki,“ segir Höskuldur.Páll Jóhann PálssonAðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði tali af, þau Páll Jóhann Pálsson, Willum Þór Þórsson, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir og Ásmundur Einar Daðason segja að fundurinn hafi verið góður, að opinskáar umræður hafi átt sér stað en fólk hafi yfirgefið fundinn sátt. Þórunn Egilsdóttir segir sína tilfinningu hafa verið að Sigmundur Davíð myndi að öllum líkindum leiða flokkinn í næstu kosningum. „Ég gat ekki annað merkt á miðstjórnarfundinum. Mér fannst það koma nokkuð skýrt fram,“ segir Þórunn. Páll Jóhann tekur í sama streng og segist hafa upplifað fundinn þannig. Það gerir Willum Þór sömuleiðis sem og Ásmundur Einar. „Ég held það séu samt flestir á því að það hefði verið æskilegra að kjósa á eðlilegum tíma en það er búið að tala um þetta og menn eru tilbúnir að standa við það,“ segir Páll Jóhann um fyrirhugaðar kosningar í haust. Aðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði í tóku í sama streng. Þau vilji standa við gefin fyrirheit en fyndist ef til vill skynsamlegra að kjósa í vor. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21 „Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07 Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21 Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í laugardag hafi komið fram hörð gagnrýni á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Það er greinilega töluverð undiralda í flokknum og hún kom fram á fundinum,“ segir Höskuldur. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég aldrei orðið vitni að viðlíkri foringjadýrkun sem virðist vera hjá mjög fámennum en duglegum hópi innan Framsóknarflokksins,“ segir Höskuldur enn fremur. Aðspurður hvort hann hyggi á formannsframboð segir hann aðra hluti sér ofar í huga á þessari stundu. Hann hafi hugsað sér að bjóða sig aftur fram til þings. „En ég neita því ekki að ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og staðan er akkúrat núna. Ég tel að við þurfum að hugsa vel hvernig við viljum ganga til kosninga. Hvort við viljum ganga til kosninga og ræða góð mál, ræða framtíðina og það sem vel hefur gengið eða hvort við viljum ræða Panamaskjölin og vera í sífelldri varnarbaráttu, ég tel að kosningabaráttan gæti, ef heldur fram sem horfir, snúist um það, en ég vona ekki,“ segir Höskuldur.Páll Jóhann PálssonAðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði tali af, þau Páll Jóhann Pálsson, Willum Þór Þórsson, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir og Ásmundur Einar Daðason segja að fundurinn hafi verið góður, að opinskáar umræður hafi átt sér stað en fólk hafi yfirgefið fundinn sátt. Þórunn Egilsdóttir segir sína tilfinningu hafa verið að Sigmundur Davíð myndi að öllum líkindum leiða flokkinn í næstu kosningum. „Ég gat ekki annað merkt á miðstjórnarfundinum. Mér fannst það koma nokkuð skýrt fram,“ segir Þórunn. Páll Jóhann tekur í sama streng og segist hafa upplifað fundinn þannig. Það gerir Willum Þór sömuleiðis sem og Ásmundur Einar. „Ég held það séu samt flestir á því að það hefði verið æskilegra að kjósa á eðlilegum tíma en það er búið að tala um þetta og menn eru tilbúnir að standa við það,“ segir Páll Jóhann um fyrirhugaðar kosningar í haust. Aðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði í tóku í sama streng. Þau vilji standa við gefin fyrirheit en fyndist ef til vill skynsamlegra að kjósa í vor. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21 „Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07 Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21 Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30
Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21
„Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07
Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21
Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22