Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. júní 2016 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var í gær. Sigurður Ingi segist ánægður með fundinn og á von á að miðstjórnarfundi haustsins verði flýtt svo hægt verði að endurnýja umboð flokksforystunnar fyrir kosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins talaði í ræðu sinni á fundinum í gær um væntanlegar kosningar. Virtist sem hann teldi ekki fullvíst að þær verði í haust líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sagt. „Hvort sem að kosningarnar verða svo í haust eða síðar þá verðum við reiðubúin,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Það er enginn ágreiningur á milli mín og formanns Framsóknarflokksins um hvernig þetta eigi fram að ganga. Við sjáum öll fyrir okkur í stjórnarflokkunum að ljúka ákveðnum verkefnum. Það hefur gengið ágætlega og að þeim loknum þá verði gengið til kosninga,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir ekki alla sammála því að boða eigi til kosninga í haust. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ekki bara í Framsóknarflokknum heldur í öllum flokkum. Meðal annars þingmenn stjórnarandstöðunnar. Menn hafa bent á að það geti verið óheppilegt, að ef við kjósum héðan í frá alltaf á fjögurra ára fresti, að eitt ár við fjárlagagerð og þing fari í þetta. Við höfum talað um það að það yrði gengið til kosninga þegar við höfum lokið ákveðnum verkefnum og ég sé ekkert breytast í því hvað þetta varðar. Það verður þá bara að rétta kúrsinn á næsta kjörtímabili,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir hann hafa sagt að Alþingiskosningar verði í haust og hann sé vanur að standa við orð sín. Kosningar 2016 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var í gær. Sigurður Ingi segist ánægður með fundinn og á von á að miðstjórnarfundi haustsins verði flýtt svo hægt verði að endurnýja umboð flokksforystunnar fyrir kosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins talaði í ræðu sinni á fundinum í gær um væntanlegar kosningar. Virtist sem hann teldi ekki fullvíst að þær verði í haust líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sagt. „Hvort sem að kosningarnar verða svo í haust eða síðar þá verðum við reiðubúin,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Það er enginn ágreiningur á milli mín og formanns Framsóknarflokksins um hvernig þetta eigi fram að ganga. Við sjáum öll fyrir okkur í stjórnarflokkunum að ljúka ákveðnum verkefnum. Það hefur gengið ágætlega og að þeim loknum þá verði gengið til kosninga,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir ekki alla sammála því að boða eigi til kosninga í haust. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ekki bara í Framsóknarflokknum heldur í öllum flokkum. Meðal annars þingmenn stjórnarandstöðunnar. Menn hafa bent á að það geti verið óheppilegt, að ef við kjósum héðan í frá alltaf á fjögurra ára fresti, að eitt ár við fjárlagagerð og þing fari í þetta. Við höfum talað um það að það yrði gengið til kosninga þegar við höfum lokið ákveðnum verkefnum og ég sé ekkert breytast í því hvað þetta varðar. Það verður þá bara að rétta kúrsinn á næsta kjörtímabili,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir hann hafa sagt að Alþingiskosningar verði í haust og hann sé vanur að standa við orð sín.
Kosningar 2016 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira