„Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 11:08 Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar ekki að mynda kosningabandalag með stjórnarandstöðunni. vísir/anton brink Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00
Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50