Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2016 19:21 Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39