Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2016 19:21 Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39