Elfar Árni bjargaði stigi fyrir KA | Sonur Eiðs Smára skoraði tvö fyrir austan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 16:07 Elfar Árni skoraði jöfnunarmark KA á elleftu stundu. vísir/andri marinó Þremur leikjum er lokið í Inkasso-deildinni. Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA stig í toppslagnum gegn Keflavík á Akureyrarvelli þegar hann jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Guðmundur Magnússon kom Keflvíkingum yfir á 39. mínútu og þeir virtust ætla að sigla þriðja sigri sínum í deildinni í höfn en Elfar Árni kom í veg fyrir það. KA-menn eru í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Keflvíkingar eru hins vegar í 4. sæti með níu stig en þeir eru eina taplausa liðið í deildinni.Það var mikið fjör á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð og HK áttust við. Leikar fóru 4-4. Sveinn Aron Guðjohnsen kom HK yfir strax á 2. mínútu en Jón Arnar Barðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, jafnaði fjórum mínútum síðar. Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð svo yfir eftir stundarfjórðung en Sveinn Aron Guðjohnsen jafnaði metin í 2-2 sex mínútum síðar með sínu öðru marki. Hann er sem kunnugt er sonur landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því Hákon Þór Sófusson kom heimamönnum aftur yfir á 31. mínútu. Nafni hans Ingi Jónsson sá hins vegar til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann jafnaði í 3-3 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hákon gerði svo sitt annað mark þegar hann skoraði af vítapunktinum á 58. mínútu en Víkingur átti síðasta orðið þegar hann skoraði úr víti og jafnaði metin í 4-4 á 77. mínútu. Fjarðabyggð er með sex stig í 7. sæti deildarinnar en HK er í því ellefta með tvö stig og á enn eftir að vinna leik í sumar.Haukar unnu öruggan 3-0 sigur á Hugin á Schenker-vellinum. Lærisveinar Luka Kostic eru í ágætis málum með sjö stig í 6. sæti. Gunnar Jökull Johns og Elton Renato Livramento Barros sáu til þess að Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og Orri Sveinn Stefánsson setti svo boltann í eigið mark snemma í seinni hálfleik og gulltryggði sigur Hafnfirðinga. Huginn er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig en nýliðarnir hafa tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07 Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Þremur leikjum er lokið í Inkasso-deildinni. Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA stig í toppslagnum gegn Keflavík á Akureyrarvelli þegar hann jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Guðmundur Magnússon kom Keflvíkingum yfir á 39. mínútu og þeir virtust ætla að sigla þriðja sigri sínum í deildinni í höfn en Elfar Árni kom í veg fyrir það. KA-menn eru í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Keflvíkingar eru hins vegar í 4. sæti með níu stig en þeir eru eina taplausa liðið í deildinni.Það var mikið fjör á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð og HK áttust við. Leikar fóru 4-4. Sveinn Aron Guðjohnsen kom HK yfir strax á 2. mínútu en Jón Arnar Barðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, jafnaði fjórum mínútum síðar. Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð svo yfir eftir stundarfjórðung en Sveinn Aron Guðjohnsen jafnaði metin í 2-2 sex mínútum síðar með sínu öðru marki. Hann er sem kunnugt er sonur landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því Hákon Þór Sófusson kom heimamönnum aftur yfir á 31. mínútu. Nafni hans Ingi Jónsson sá hins vegar til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann jafnaði í 3-3 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hákon gerði svo sitt annað mark þegar hann skoraði af vítapunktinum á 58. mínútu en Víkingur átti síðasta orðið þegar hann skoraði úr víti og jafnaði metin í 4-4 á 77. mínútu. Fjarðabyggð er með sex stig í 7. sæti deildarinnar en HK er í því ellefta með tvö stig og á enn eftir að vinna leik í sumar.Haukar unnu öruggan 3-0 sigur á Hugin á Schenker-vellinum. Lærisveinar Luka Kostic eru í ágætis málum með sjö stig í 6. sæti. Gunnar Jökull Johns og Elton Renato Livramento Barros sáu til þess að Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og Orri Sveinn Stefánsson setti svo boltann í eigið mark snemma í seinni hálfleik og gulltryggði sigur Hafnfirðinga. Huginn er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig en nýliðarnir hafa tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07 Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07
Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36