Við erum í stöðugri leit að frelsi Magnús Guðmundsson skrifar 3. júní 2016 18:37 Terri Lyne Carrington við trommusettið en þó ekki það sama og hún erfði eftir afa sinn þegar hún var aðeins sjö ára gömul og markaði upphaf ferilsins. NordicPhotos/Getty Lokaviðburður Listahátíðarinnar í Reykjavík í ár eru tónleikar hinnar mögnuðu djasstónlistarkonu og trommara Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna djassbandi úrvals tónlistarmanna og þar á meðal söngkonunni Lizz Wright.Trommusettið hans afa Terri Lyne Carrington fæddist árið 1965 í Medford í Massachusetts í Bandaríkjunum og er af miklu tónlistarfólki komin. Móðir hennar lék á píanó sér til ánægju en faðir hennar var saxófónleikari að atvinnu og var meðal annars í forsvari fyrir djasstónlistarmenn í Boston. Djasstónlist hefur því alla tíð verið stór og órjúfanlegur þáttur í lífi Terri Lyne Carrington sem segist vel geta tekið undir að hún sé nú eiginlega fædd inn í djassinn. „Ég fékk fyrsta trommusettið mitt í arf eftir afa minn þegar ég var sjö ára gömul. Ég reyndar kynntist honum aldrei því hann féll frá áður en ég kom í heiminn. En ég spilaði á trommurnar hans lengi vel og á reyndar meira að segja einn simbal úr þessu setti enn í dag. Ég man ekki eftir öðru en að ég hafi alltaf verið ástfangin af tónlist. Þegar ég var fimm ára þá spilaði ég soldið á saxafón og svo tóku trommurnar við þegar ég var sjö ára. Ég spilaði á trommurnar af því að þær voru þarna og mér fannst það gaman og finnst það enn. Flóknara er það ekki.“Terri Lyne Carrington.Spilaði með stórum nöfnum Ferill Terri Lyne Carrington er með eindæmum glæsilegur en hún hefur hlotið þrenn Grammy-verðlaun, auk þess að hafa spilað með mörgum af stærstu nöfnunum í heimi djasstónlistarinnar á síðustu öld. Hún virðist þó langt í frá upptekin af upphefðinni heldur fyrst og fremst njóta þess að spila. „Þegar ég var að byrja þá spilaði ég stundum með pabba og það var gaman. Hann þekkti alla í djassinum og auðvitað hjálpaði það mér mikið. Seinna meir fékk ég að vinna með öllum þessum snillingum en þegar maður er ungur þá áttar maður sig ekki endilega á því hvað er í gangi. Svo dag einn þá áttar maður sig á þessu en ég er ekki viss um að ég sé búin að átta mig almennilega á þessu enn þann dag í dag. Þetta getur aldrei gerst aftur því þetta fólk er farið. Þetta voru mínir mentorar, menn á borð við Max Rhodes, Art Blakey, Dizzy Gillespie, Clark Terry og Stan Getz og þegar ég horfi til baka þá þarf ég enn og aftur að klípa mig í handlegginn. Þessir tónlistarmenn voru allir svo eftirminnilegir hver á sinn hátt og ég get engan veginn gert upp á milli þeirra. En ég verð samt að segja að minn mentor númer eitt í tónlistinni og lífinu hefur alltaf verið Jack DeJohnette. Ég er ákaflega náin honum og hans fjölskyldu og við spiluðum svo lengi saman. Hann er einhver sú ótrúlegasta manneskja sem er til í heiminum og að spila með honum var ótvírætt einn af hápunktunum á mínum ferli.“Ólíkir stílar Terri Lyne Carrington segir að sjálfstæður ferill hafi alltaf verið til staðar með einum eða öðrum hætti því hún hafi alla tíð fengist við það að semja og móta sína eigin tónlist. „Fyrsta giggið mitt þar sem ég leiddi bandið var þegar ég var tíu ára en svo fluttum við til New York skömmu síðar. En mína fyrstu plötu sendi ég frá mér þegar ég var tuttugu og þriggja ára og hún gekk ljómandi vel. En síðan leið langur tími fram að næstu plötu enda var ég í mörgum skemmtilegum verkefnum á þessum tíma. Ég fór svo í gang með Mosaic-verkefnið fyrir um það bil sjö árum og þar er ég búin að senda frá mér tvær plötur sem eru raun frekar ólíkar í stílnum. En Mosaic-verkefnið er líka bara eitt af því sem ég er að gera, ég er t.d. líka með Money Jungle kvartettinn minn sem er allt öðruvísi í stílnum en til að mynda Mosaic-verkefnið. Ég hef alltaf unnið í mismunandi stílum og ætla að halda því áfram.“Gaman í sandkassanum Terri Lyne segir að söngkonan Dianne Reeves sem hún hefur unnið mikið með hafi eitt sinn sagt á tónleikum: „Þetta er ekki svið. Þetta er sandkassi og ég elska að leika.“ Og hún tekur undir þetta af heilum hug. „Þetta er frábær samlíking hjá henni vegna þess að þetta er það sem við erum að reyna að gera – við erum að reyna að tengja við barnið í okkur þegar við erum að skapa list. Frelsi í listum er svo gríðarlega mikilvægt. Listin er, að minnsta kosti í mínu lífi, einn af fáum stöðum þar sem ég get verið frjáls og mér finnst ég njóta óbundins frelsis. Af sömu ástæðu þá þarf maður að vera með ákveðnum hætti náin þeim sem maður er að spila með hverju sinni. Þannig getur maður verið opinn og berskjaldaður eins og maður þarf að vera til þess að geta skapað góða tónlist. Í djassinum er líka svo mikið tjáningarfrelsi og það er ekki síst ástæðan fyrir því að ég elska að spila og að ég spila eins og ég geri. Mér hefur alltaf fundist að andinn í okkur sé í stöðugri leit að þessu frelsi. Í lífinu eru allar þessar reglur og öll þessi mörk en í djassinum getur maður stöðugt verið að þenja og láta reyna á öll þessi mörk og allar þessar reglur og ég ætla að halda því áfram.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Lokaviðburður Listahátíðarinnar í Reykjavík í ár eru tónleikar hinnar mögnuðu djasstónlistarkonu og trommara Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna djassbandi úrvals tónlistarmanna og þar á meðal söngkonunni Lizz Wright.Trommusettið hans afa Terri Lyne Carrington fæddist árið 1965 í Medford í Massachusetts í Bandaríkjunum og er af miklu tónlistarfólki komin. Móðir hennar lék á píanó sér til ánægju en faðir hennar var saxófónleikari að atvinnu og var meðal annars í forsvari fyrir djasstónlistarmenn í Boston. Djasstónlist hefur því alla tíð verið stór og órjúfanlegur þáttur í lífi Terri Lyne Carrington sem segist vel geta tekið undir að hún sé nú eiginlega fædd inn í djassinn. „Ég fékk fyrsta trommusettið mitt í arf eftir afa minn þegar ég var sjö ára gömul. Ég reyndar kynntist honum aldrei því hann féll frá áður en ég kom í heiminn. En ég spilaði á trommurnar hans lengi vel og á reyndar meira að segja einn simbal úr þessu setti enn í dag. Ég man ekki eftir öðru en að ég hafi alltaf verið ástfangin af tónlist. Þegar ég var fimm ára þá spilaði ég soldið á saxafón og svo tóku trommurnar við þegar ég var sjö ára. Ég spilaði á trommurnar af því að þær voru þarna og mér fannst það gaman og finnst það enn. Flóknara er það ekki.“Terri Lyne Carrington.Spilaði með stórum nöfnum Ferill Terri Lyne Carrington er með eindæmum glæsilegur en hún hefur hlotið þrenn Grammy-verðlaun, auk þess að hafa spilað með mörgum af stærstu nöfnunum í heimi djasstónlistarinnar á síðustu öld. Hún virðist þó langt í frá upptekin af upphefðinni heldur fyrst og fremst njóta þess að spila. „Þegar ég var að byrja þá spilaði ég stundum með pabba og það var gaman. Hann þekkti alla í djassinum og auðvitað hjálpaði það mér mikið. Seinna meir fékk ég að vinna með öllum þessum snillingum en þegar maður er ungur þá áttar maður sig ekki endilega á því hvað er í gangi. Svo dag einn þá áttar maður sig á þessu en ég er ekki viss um að ég sé búin að átta mig almennilega á þessu enn þann dag í dag. Þetta getur aldrei gerst aftur því þetta fólk er farið. Þetta voru mínir mentorar, menn á borð við Max Rhodes, Art Blakey, Dizzy Gillespie, Clark Terry og Stan Getz og þegar ég horfi til baka þá þarf ég enn og aftur að klípa mig í handlegginn. Þessir tónlistarmenn voru allir svo eftirminnilegir hver á sinn hátt og ég get engan veginn gert upp á milli þeirra. En ég verð samt að segja að minn mentor númer eitt í tónlistinni og lífinu hefur alltaf verið Jack DeJohnette. Ég er ákaflega náin honum og hans fjölskyldu og við spiluðum svo lengi saman. Hann er einhver sú ótrúlegasta manneskja sem er til í heiminum og að spila með honum var ótvírætt einn af hápunktunum á mínum ferli.“Ólíkir stílar Terri Lyne Carrington segir að sjálfstæður ferill hafi alltaf verið til staðar með einum eða öðrum hætti því hún hafi alla tíð fengist við það að semja og móta sína eigin tónlist. „Fyrsta giggið mitt þar sem ég leiddi bandið var þegar ég var tíu ára en svo fluttum við til New York skömmu síðar. En mína fyrstu plötu sendi ég frá mér þegar ég var tuttugu og þriggja ára og hún gekk ljómandi vel. En síðan leið langur tími fram að næstu plötu enda var ég í mörgum skemmtilegum verkefnum á þessum tíma. Ég fór svo í gang með Mosaic-verkefnið fyrir um það bil sjö árum og þar er ég búin að senda frá mér tvær plötur sem eru raun frekar ólíkar í stílnum. En Mosaic-verkefnið er líka bara eitt af því sem ég er að gera, ég er t.d. líka með Money Jungle kvartettinn minn sem er allt öðruvísi í stílnum en til að mynda Mosaic-verkefnið. Ég hef alltaf unnið í mismunandi stílum og ætla að halda því áfram.“Gaman í sandkassanum Terri Lyne segir að söngkonan Dianne Reeves sem hún hefur unnið mikið með hafi eitt sinn sagt á tónleikum: „Þetta er ekki svið. Þetta er sandkassi og ég elska að leika.“ Og hún tekur undir þetta af heilum hug. „Þetta er frábær samlíking hjá henni vegna þess að þetta er það sem við erum að reyna að gera – við erum að reyna að tengja við barnið í okkur þegar við erum að skapa list. Frelsi í listum er svo gríðarlega mikilvægt. Listin er, að minnsta kosti í mínu lífi, einn af fáum stöðum þar sem ég get verið frjáls og mér finnst ég njóta óbundins frelsis. Af sömu ástæðu þá þarf maður að vera með ákveðnum hætti náin þeim sem maður er að spila með hverju sinni. Þannig getur maður verið opinn og berskjaldaður eins og maður þarf að vera til þess að geta skapað góða tónlist. Í djassinum er líka svo mikið tjáningarfrelsi og það er ekki síst ástæðan fyrir því að ég elska að spila og að ég spila eins og ég geri. Mér hefur alltaf fundist að andinn í okkur sé í stöðugri leit að þessu frelsi. Í lífinu eru allar þessar reglur og öll þessi mörk en í djassinum getur maður stöðugt verið að þenja og láta reyna á öll þessi mörk og allar þessar reglur og ég ætla að halda því áfram.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira