Hefur alltaf haft áhuga á leikstjórn Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. júní 2016 09:15 Oddur Júlíusson er aðstoðarleikstjóri Djöflaeyjunnar, en þetta mun vera frumraun hans í leikstjórasætinu. Vísir/Hanna Sem stendur er ég í miðju æfingaferli á Djöflaeyjunni þar sem ég er í hlutverki aðstoðarleikstjóra en Atli Rafn Sigurðsson er leikstjóri verksins,“ segir Oddur Júlíusson leikari spurður út í aðkomu sína að verkinu Djöflaeyjan sem frumsýnt verður í þjóðleikhúsinu 3. september. Oddur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur frá þeim tíma verið á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og farið með fjölda hlutverka, en hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir verkið Um það bil, í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. „Það er búið að vera alveg frábært að vinna hér í Þjóðleikhúsinu ég hef á þeim stutta tíma sem ég hef unnið hér fengið frábær tækifæri og tekið þátt í mjög skemmtilegum og krefjandi verkefnum.“ Meðal leiksýninga sem Oddur hefur tekið þátt í eru Hleyptu þeim rétta inn, Fjalla-Eyvindur, Dýrin í Hálsaskógi, Óvitar, Ofsi, Spamalot, Eldraunin. „Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt, ég hef fengið að þroskast mikið sem leikari og finnst ég eiga mikið inni. Í dag er ég að leika í leiksýningunni, Í hjarta Hróa hattar en það eru nokkrar sýningar eftir áður en leikhúsið fer í sumarfrí,“ segir Oddur. Eins og fram hefur komið er Oddur aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni, en þetta mun vera frumraun hans í leikstjórasætinu. Djöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubók Einars Kárasonar og fjallar verkið um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og hópurinn allur alveg frábær, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vera leikstjóri og stefni jafnvel á það seinna meir, það er frábært að vinna með Atla Rafni hann er algjör fagmaður og ég get lært mikið af honum,“ segir Oddur. Næsta leikár Þjóðleikhússins var kynnt í síðustu viku og má búast við virkilega spennandi vetri en fjöldi verka er nú þegar komið í vinnslu. „Þetta eru virkilega spennandi tímar. Ásamt því að vera aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni kem ég til með að leika einleik í skemmtilegu verki sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar, verkið fjallar að miklu leyti um það hvernig það er að takast á við og yfirstíga ótta. Verkið er með frekar óhefðbundnu sniði en þetta mun vera farandsýning þar sem við komum jafnvel til með að frumsýna verkið í Vestmanneyjum og fara svo í ferðalag um landið í kjölfarið, við erum að færa Þjóðleikhúsið nær landsbyggðinni og að þessu sinni verða það börnin sem fá að njóta þess,“ segir Oddur spennur fyrir komandi tímum. Nú styttist óðum í sumarfrí en nóg verður að gera hjá Oddi þar sem hann meðal annars tekur þátt í uppsetningu Icelandic Sagas - The greatest hits, sem sýnt er í Hörpu en á sýningunni er farið yfir fjörutíu Íslendingasögur á aðeins sjötíu og fimm mínútum. „Þetta verður skemmtilegt sumar. Ég ákvað að skella mér í smá aukavinnu og kem inn í sýninguna í júlí. Svo ætla ég líka að reyna að nýta sumarið í það að ferðast, fara á Bræðsluna og njóta lífsins,“ segir Oddur brosandi. Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sem stendur er ég í miðju æfingaferli á Djöflaeyjunni þar sem ég er í hlutverki aðstoðarleikstjóra en Atli Rafn Sigurðsson er leikstjóri verksins,“ segir Oddur Júlíusson leikari spurður út í aðkomu sína að verkinu Djöflaeyjan sem frumsýnt verður í þjóðleikhúsinu 3. september. Oddur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur frá þeim tíma verið á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og farið með fjölda hlutverka, en hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir verkið Um það bil, í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. „Það er búið að vera alveg frábært að vinna hér í Þjóðleikhúsinu ég hef á þeim stutta tíma sem ég hef unnið hér fengið frábær tækifæri og tekið þátt í mjög skemmtilegum og krefjandi verkefnum.“ Meðal leiksýninga sem Oddur hefur tekið þátt í eru Hleyptu þeim rétta inn, Fjalla-Eyvindur, Dýrin í Hálsaskógi, Óvitar, Ofsi, Spamalot, Eldraunin. „Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt, ég hef fengið að þroskast mikið sem leikari og finnst ég eiga mikið inni. Í dag er ég að leika í leiksýningunni, Í hjarta Hróa hattar en það eru nokkrar sýningar eftir áður en leikhúsið fer í sumarfrí,“ segir Oddur. Eins og fram hefur komið er Oddur aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni, en þetta mun vera frumraun hans í leikstjórasætinu. Djöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubók Einars Kárasonar og fjallar verkið um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og hópurinn allur alveg frábær, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vera leikstjóri og stefni jafnvel á það seinna meir, það er frábært að vinna með Atla Rafni hann er algjör fagmaður og ég get lært mikið af honum,“ segir Oddur. Næsta leikár Þjóðleikhússins var kynnt í síðustu viku og má búast við virkilega spennandi vetri en fjöldi verka er nú þegar komið í vinnslu. „Þetta eru virkilega spennandi tímar. Ásamt því að vera aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni kem ég til með að leika einleik í skemmtilegu verki sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar, verkið fjallar að miklu leyti um það hvernig það er að takast á við og yfirstíga ótta. Verkið er með frekar óhefðbundnu sniði en þetta mun vera farandsýning þar sem við komum jafnvel til með að frumsýna verkið í Vestmanneyjum og fara svo í ferðalag um landið í kjölfarið, við erum að færa Þjóðleikhúsið nær landsbyggðinni og að þessu sinni verða það börnin sem fá að njóta þess,“ segir Oddur spennur fyrir komandi tímum. Nú styttist óðum í sumarfrí en nóg verður að gera hjá Oddi þar sem hann meðal annars tekur þátt í uppsetningu Icelandic Sagas - The greatest hits, sem sýnt er í Hörpu en á sýningunni er farið yfir fjörutíu Íslendingasögur á aðeins sjötíu og fimm mínútum. „Þetta verður skemmtilegt sumar. Ég ákvað að skella mér í smá aukavinnu og kem inn í sýninguna í júlí. Svo ætla ég líka að reyna að nýta sumarið í það að ferðast, fara á Bræðsluna og njóta lífsins,“ segir Oddur brosandi.
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira