Leikárið gert upp: Einkenndist af meðalmennsku Sigríður Jónsdóttir skrifar 4. júní 2016 10:00 Úr sýningunni Hver er hræddur við Virginiu Woolf sem var ótvírætt með bestu uppfærslum leikársins sem var að ljúka. Haustið fór afar hægt af stað í stóru leikhúsum landsins þetta árið. Fyrstu sýningar beggja húsa voru slæmar og leikárið fór ekki almennilega í gang fyrr en í lok október. Þessi þróun er slæm því mikilvægt er að kveikja undir leikhúsgestum frá fyrstu sýningum. Þó byrjar leikárið strax í ágúst með Act Alone á Suðureyri og sameiginlegu framtaki Reykjavík Dance Festival og LÓKAL í höfuðborginni. Þessar hátíðir eru mikil gjöf fyrir sviðslistaflóru landsins en mega samt huga betur að gæðastjórnun sýninga sinna.Brösótt upphaf Billy Elliott gekk fyrir troðfullu húsi í Borgarleikhúsinu fram yfir áramót þegar Mamma Mía! tók við og sló algjörlega í gegn hjá áhorfendum. Sókrates er vanmetnasta sýning ársins en hún var vönduð, vel leikin og einlæg án þess að vera væmin. Sömu sögu má segja um Mávinn sem féll í skugga Njálu. Í hjarta Hróa hattar, sviðsett í samvinnu við Vesturport, var nánast eini ljósi punkturinn fyrir jól í Þjóðleikhúsinu en ˜ [um það bil] eftir Jonas Hassen Khemir bjargaði fyrri hlutanum. Allar þessar sýningar eiga það sameiginlegt að taka listræna áhættu og uppskáru eftir því.Hvað sjálfstæðu senuna og samvinnuverkefni varðar þá standa tilraunasýningarnar Láttu bara eins og ég sé ekki hérna og The Valley upp úr, einnig verður að nefna barnasýninguna Hvítt. Aftur á móti farnaðist klassísku leikverkunum ekki eins vel, en bæði Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams og Heimkoman eftir Harold Pinter voru gallaðar og óspennandi. Stóra sviðið hentaði ekki sýningunum og spyrja má hvort að þær hefðu ekki frekar átt heima á smærri sviðum hússins. Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee smellpassaði inn á Nýja svið Borgarleikhússins og var hársbreidd frá því að vera óaðfinnanleg.Turnarnir tveir Þjóðleikhúsið hefur átt á brattann að sækja síðustu leikár og Ara Matthíassyni virðist sækjast seint að vinda ofan af þessari þróun. Liðið leikár fór ansi brösuglega af stað eins og áður segir með æði misgóðum sýningum. Metnaður stóru húsanna má ekki eingöngu liggja í stærri sýningunum heldur verða smærri verkefni að fá sömu alúð, fjármagn og umsjón. Mamma Mía! var frábært sjónarspil en smærri sýningar líða fyrir þessa forgangsröðun. Í Borgarleikhúsinu hefur Kristín Eysteinsdóttir lagt mikinn metnað í fjölbreyttar sýningar og að nýta hvert skúmaskot hússins undir mismunandi og reyndar misgóð verkefni. Stórar fréttir bárust rétt fyrir páska en þá tilkynnti Þjóðleikhúsið að Djöflaeyjunni myndi verða frestað til næsta hausts. Opinber ástæða var vinsældir Í hjarta Hróa hattar en sú útskýring er hæpin þar sem sýningin virðist einfaldlega ekki hafa verið tilbúin í tíma. Af þeim sökum var síðasta frumsýning leikársins í byrjun mars sem er auðvitað ekki boðlegt. Staðreyndin er sú að plássið í húsinu er hvergi nærri nægilega vel nýtt, fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann en þar hafa Mið-Ísland og Improv Iceland sýnt fyrir fullu húsi.Við Tjörnina og Pollinn Tjarnarbíó er eitt helsta vígi sjálfstæðu sviðslistasenunnar á landinu en listrænir stjórnendur hússins verða að standa betur að sýningavali. Alltof margar sýningar þessa leikárs hafa verið slakar, jafnvel vondar. Auðvitað er nauðsynlegt að gefa ungu sviðslistafólki tækifæri til að gera mistök en þau mega ekki vera þess eðlis að hópar sitji uppi með sýningu sem hefði aldrei átt að fara á svið. Ætla má að fjárskortur hafi eitthvað með þessa þróun að gera en þetta verður að laga. Listrænn stjórnandi hússins Guðmundur Ingi Þorvaldsson leitar nú á önnur mið og Friðrik Friðriksson tekur við. Aftur á móti er sáralítið að frétta norðan heiða hjá MAK og Leikfélagi Akureyrar undir stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar en fyrir utan Pílu pínu og Þetta er grín, án djóks var leikárið mjög dræmt. Þetta er mikið áhyggjuefni. Gaflaraleikhúsið stóð að einni bestu barnasýningu ársins með Hvítt en aðrar sýningar skorti krafti og gæði. Ekki má gleyma Útvarpsleikhúsinu sem stendur sig sérstaklega vel í að sinna íslenskum leikskáldum og full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að leggja við hlustir.Leikskrár og leikskáld Hroðvirkni í leikskrám hefur verið áberandi á þessu leikári; stafsetningarvillur, staðreyndavillur og ásláttarvillur eru alltof algengar. Þetta verður að bæta og textanum gefinn jafn mikill gaumur og myndum. Almennt er metnaður fyrir leikskrám lítill, þó hefur Borgarleikhúsið staðið sig einna skást en Þjóðleikhúsið verður að gera miklu betur. Auðvitað er skiljanlegt að þröngt sé í búi hjá sjálfstæðu hópunum þar sem einblöðungar eru ásættanlegir en þá verða upplýsingarnar að vera skýrar, vel uppsettar og auðlesnar. Ungu leikskáldin létu til sín taka á þessu leikári en Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttir, Gripahúsið eftir Bjartmar Þórðarson og Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson sanna að ungu leikskáldin eru að vinna góða og spennandi vinnu. En meiri kraft, meira fjármagn og meiri stuðning verður að setja í íslenska leikritun. Þá er átt við ný íslensk leikverk, ekki aðlaganir að íslenskum skáldsögum. Að sama skapi er nauðsynlegt að breyta regluverkinu fyrir Grímuna hvað varðar ný íslensk leikrit. Það gengur ekki ár eftir ár að handrit byggð á útgefnum bókmenntaverkum keppi í sama flokki og frumsamin handrit. Einnig er kominn tími til að þýðendur fái tilnefningar fyrir vinnu sína.Grímur og Grímuleysi Varðandi Grímuna þá vekur hina mestu furðu að Egill Heiðar Anton Pálsson hafi ekki fengið tilnefningu fyrir leikstjórn sína á Hver er hræddur við Virginiu Woolf? og ekki heldur sýningin sjálf þrátt fyrir að fá þrjár tilnefningar fyrir frammistöðu leikara. Einnig er hreinn og klár skandall að Ólafía Hrönn Jónsdóttir sé hundsuð af nefndarfólki fyrir leik sinn í Auglýsingu ársins. Sýningin hefur verið umdeild en ekki hennar frammistaða sem var stórkostleg. Bergur Þór Ingólfsson er líka óumdeilanlega einn færast sviðslistamaður þjóðarinnar og Una Þorleifsdóttir sækir í sig veðrið. Valur Freyr Einarsson sýndi hvers hann er megnugur á þessu leikári, þá kannski sérstaklega með því að sýna bæði stöðugleika og fjölbreytni. Ekki sást mikið frá Hilmi Snæ Guðnasyni en hann skein í hlutverki hins bugaða Georgs í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Sömuleiðis var Margrét Vilhjálmsdóttir einstaklega góð í sömu sýningu. Hvað unga fólkið varðar þá er ávallt spennandi að sjá Þuríði Blævi Jóhannsdóttur á sviði en hún hefur sannað sig á sínu fyrsta leikári. Hann er kannski ekki lengur einn af þeim yngstu en þetta var leikárið þar sem Hjörtur Jóhann Jónsson stimplaði sig varanlega inn og það gerði Oddur Júlíusson líka. Stjórnendur þurfa að vera djarfari að fá erlenda leikstjóra í einstök verkefni, sem heppnaðist vel með Yönu Ross, og leita betur að erlendum verkum sem eru ekki frá enskumælandi löndum. Áhættuna skortir en Njála sannaði að áhorfendur eru tilbúnir í ögrandi sýningar. Sjálfstæðu leikhóparnir Sómi þjóðar, Óskabörn ógæfunnar og 16 elskendur standa vörð um skapandi nálgun og boða gott um framtíðina. Bestu sýningar ársins voru Mávurinn, Hver er hræddur við Virginiu Woolf?, Mamma Mía! í Borgarleikhúsinu og ˜ [um það bil] var sem ferskur blær í Þjóðleikhúsinu en engin dramatísk sýning hefur verið afgerandi þetta árið. Forvitnilegt verður að vita hvað nýtt leikár ber í skauti sér en hefð er fyrir því að það sé tilkynnt í lok sumars. Vonandi verður það umtalsvert betra en það sem nú er að líða sem einkenndist af meðalmennsku þó með nokkrum skínandi sýningum þegar líða tók á leikárið. Gríman Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Haustið fór afar hægt af stað í stóru leikhúsum landsins þetta árið. Fyrstu sýningar beggja húsa voru slæmar og leikárið fór ekki almennilega í gang fyrr en í lok október. Þessi þróun er slæm því mikilvægt er að kveikja undir leikhúsgestum frá fyrstu sýningum. Þó byrjar leikárið strax í ágúst með Act Alone á Suðureyri og sameiginlegu framtaki Reykjavík Dance Festival og LÓKAL í höfuðborginni. Þessar hátíðir eru mikil gjöf fyrir sviðslistaflóru landsins en mega samt huga betur að gæðastjórnun sýninga sinna.Brösótt upphaf Billy Elliott gekk fyrir troðfullu húsi í Borgarleikhúsinu fram yfir áramót þegar Mamma Mía! tók við og sló algjörlega í gegn hjá áhorfendum. Sókrates er vanmetnasta sýning ársins en hún var vönduð, vel leikin og einlæg án þess að vera væmin. Sömu sögu má segja um Mávinn sem féll í skugga Njálu. Í hjarta Hróa hattar, sviðsett í samvinnu við Vesturport, var nánast eini ljósi punkturinn fyrir jól í Þjóðleikhúsinu en ˜ [um það bil] eftir Jonas Hassen Khemir bjargaði fyrri hlutanum. Allar þessar sýningar eiga það sameiginlegt að taka listræna áhættu og uppskáru eftir því.Hvað sjálfstæðu senuna og samvinnuverkefni varðar þá standa tilraunasýningarnar Láttu bara eins og ég sé ekki hérna og The Valley upp úr, einnig verður að nefna barnasýninguna Hvítt. Aftur á móti farnaðist klassísku leikverkunum ekki eins vel, en bæði Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams og Heimkoman eftir Harold Pinter voru gallaðar og óspennandi. Stóra sviðið hentaði ekki sýningunum og spyrja má hvort að þær hefðu ekki frekar átt heima á smærri sviðum hússins. Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee smellpassaði inn á Nýja svið Borgarleikhússins og var hársbreidd frá því að vera óaðfinnanleg.Turnarnir tveir Þjóðleikhúsið hefur átt á brattann að sækja síðustu leikár og Ara Matthíassyni virðist sækjast seint að vinda ofan af þessari þróun. Liðið leikár fór ansi brösuglega af stað eins og áður segir með æði misgóðum sýningum. Metnaður stóru húsanna má ekki eingöngu liggja í stærri sýningunum heldur verða smærri verkefni að fá sömu alúð, fjármagn og umsjón. Mamma Mía! var frábært sjónarspil en smærri sýningar líða fyrir þessa forgangsröðun. Í Borgarleikhúsinu hefur Kristín Eysteinsdóttir lagt mikinn metnað í fjölbreyttar sýningar og að nýta hvert skúmaskot hússins undir mismunandi og reyndar misgóð verkefni. Stórar fréttir bárust rétt fyrir páska en þá tilkynnti Þjóðleikhúsið að Djöflaeyjunni myndi verða frestað til næsta hausts. Opinber ástæða var vinsældir Í hjarta Hróa hattar en sú útskýring er hæpin þar sem sýningin virðist einfaldlega ekki hafa verið tilbúin í tíma. Af þeim sökum var síðasta frumsýning leikársins í byrjun mars sem er auðvitað ekki boðlegt. Staðreyndin er sú að plássið í húsinu er hvergi nærri nægilega vel nýtt, fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann en þar hafa Mið-Ísland og Improv Iceland sýnt fyrir fullu húsi.Við Tjörnina og Pollinn Tjarnarbíó er eitt helsta vígi sjálfstæðu sviðslistasenunnar á landinu en listrænir stjórnendur hússins verða að standa betur að sýningavali. Alltof margar sýningar þessa leikárs hafa verið slakar, jafnvel vondar. Auðvitað er nauðsynlegt að gefa ungu sviðslistafólki tækifæri til að gera mistök en þau mega ekki vera þess eðlis að hópar sitji uppi með sýningu sem hefði aldrei átt að fara á svið. Ætla má að fjárskortur hafi eitthvað með þessa þróun að gera en þetta verður að laga. Listrænn stjórnandi hússins Guðmundur Ingi Þorvaldsson leitar nú á önnur mið og Friðrik Friðriksson tekur við. Aftur á móti er sáralítið að frétta norðan heiða hjá MAK og Leikfélagi Akureyrar undir stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar en fyrir utan Pílu pínu og Þetta er grín, án djóks var leikárið mjög dræmt. Þetta er mikið áhyggjuefni. Gaflaraleikhúsið stóð að einni bestu barnasýningu ársins með Hvítt en aðrar sýningar skorti krafti og gæði. Ekki má gleyma Útvarpsleikhúsinu sem stendur sig sérstaklega vel í að sinna íslenskum leikskáldum og full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að leggja við hlustir.Leikskrár og leikskáld Hroðvirkni í leikskrám hefur verið áberandi á þessu leikári; stafsetningarvillur, staðreyndavillur og ásláttarvillur eru alltof algengar. Þetta verður að bæta og textanum gefinn jafn mikill gaumur og myndum. Almennt er metnaður fyrir leikskrám lítill, þó hefur Borgarleikhúsið staðið sig einna skást en Þjóðleikhúsið verður að gera miklu betur. Auðvitað er skiljanlegt að þröngt sé í búi hjá sjálfstæðu hópunum þar sem einblöðungar eru ásættanlegir en þá verða upplýsingarnar að vera skýrar, vel uppsettar og auðlesnar. Ungu leikskáldin létu til sín taka á þessu leikári en Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttir, Gripahúsið eftir Bjartmar Þórðarson og Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson sanna að ungu leikskáldin eru að vinna góða og spennandi vinnu. En meiri kraft, meira fjármagn og meiri stuðning verður að setja í íslenska leikritun. Þá er átt við ný íslensk leikverk, ekki aðlaganir að íslenskum skáldsögum. Að sama skapi er nauðsynlegt að breyta regluverkinu fyrir Grímuna hvað varðar ný íslensk leikrit. Það gengur ekki ár eftir ár að handrit byggð á útgefnum bókmenntaverkum keppi í sama flokki og frumsamin handrit. Einnig er kominn tími til að þýðendur fái tilnefningar fyrir vinnu sína.Grímur og Grímuleysi Varðandi Grímuna þá vekur hina mestu furðu að Egill Heiðar Anton Pálsson hafi ekki fengið tilnefningu fyrir leikstjórn sína á Hver er hræddur við Virginiu Woolf? og ekki heldur sýningin sjálf þrátt fyrir að fá þrjár tilnefningar fyrir frammistöðu leikara. Einnig er hreinn og klár skandall að Ólafía Hrönn Jónsdóttir sé hundsuð af nefndarfólki fyrir leik sinn í Auglýsingu ársins. Sýningin hefur verið umdeild en ekki hennar frammistaða sem var stórkostleg. Bergur Þór Ingólfsson er líka óumdeilanlega einn færast sviðslistamaður þjóðarinnar og Una Þorleifsdóttir sækir í sig veðrið. Valur Freyr Einarsson sýndi hvers hann er megnugur á þessu leikári, þá kannski sérstaklega með því að sýna bæði stöðugleika og fjölbreytni. Ekki sást mikið frá Hilmi Snæ Guðnasyni en hann skein í hlutverki hins bugaða Georgs í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Sömuleiðis var Margrét Vilhjálmsdóttir einstaklega góð í sömu sýningu. Hvað unga fólkið varðar þá er ávallt spennandi að sjá Þuríði Blævi Jóhannsdóttur á sviði en hún hefur sannað sig á sínu fyrsta leikári. Hann er kannski ekki lengur einn af þeim yngstu en þetta var leikárið þar sem Hjörtur Jóhann Jónsson stimplaði sig varanlega inn og það gerði Oddur Júlíusson líka. Stjórnendur þurfa að vera djarfari að fá erlenda leikstjóra í einstök verkefni, sem heppnaðist vel með Yönu Ross, og leita betur að erlendum verkum sem eru ekki frá enskumælandi löndum. Áhættuna skortir en Njála sannaði að áhorfendur eru tilbúnir í ögrandi sýningar. Sjálfstæðu leikhóparnir Sómi þjóðar, Óskabörn ógæfunnar og 16 elskendur standa vörð um skapandi nálgun og boða gott um framtíðina. Bestu sýningar ársins voru Mávurinn, Hver er hræddur við Virginiu Woolf?, Mamma Mía! í Borgarleikhúsinu og ˜ [um það bil] var sem ferskur blær í Þjóðleikhúsinu en engin dramatísk sýning hefur verið afgerandi þetta árið. Forvitnilegt verður að vita hvað nýtt leikár ber í skauti sér en hefð er fyrir því að það sé tilkynnt í lok sumars. Vonandi verður það umtalsvert betra en það sem nú er að líða sem einkenndist af meðalmennsku þó með nokkrum skínandi sýningum þegar líða tók á leikárið.
Gríman Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira