María bregst við neyðarástandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2016 14:16 Þetta er í annað sinn sem sendifulltrúi Rauða krossins starfar í Grikklandi. María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, er á leið til Grikklands á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðarástandi í norðurhluta landsins við landamæri Makedóníu en þar er um þessar mundir mikill fjöldi flóttamanna – flestir sem hafa flúið vopnuð átök í Sýrlandi og Írak. María kemur til með að starfa í ERU-neyðarteymi finnska og þýska Rauða krossins sem mun sinna almennri heilsugæslu í bæjunum Cherso og Nea Kevala þar sem er talið að 8000 skjólstæðingar þurfi á aðstoð að halda. Neyðarteymið bregst þar með við kalli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) um aðstoð við flóttafólk við landamæri Grikklands og Makedóníu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta sé í annað sinn sem sendifulltrúi Rauða krossins starfar í Grikklandi en Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur, starfaði um sjö vikna skeið í Idomeni á haustmánuðum 2015. Síðastliðinn vetur hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggri aðstoð utanríkisráðuneytisins og íslensks almennings, veitt um 38 milljónum íslenskra króna til hjálparstarfs við flóttafólk í Grikklandi. Þetta er önnur sendiför Maríu fyrir Rauða krossinn en áður starfaði hún á færanlegum heilsugæslustöðvum (Mobile Health Clinics) í Dohuk í Írak á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Straumur flóttafólks hefur legið í gegnum Grikkland á undanförnum misserum en síðan í febrúar á þessu ári hefur myndast stífla við landamæri Makedóníu eftir að síðarnefnda landið ákvað að loka landamærum sínum. Um 10 þúsund flóttamenn eru nú staddir í bænum Idomeni og um 10 þúsund fleiri í nærliggjandi bæjum. Flóttamenn Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, er á leið til Grikklands á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðarástandi í norðurhluta landsins við landamæri Makedóníu en þar er um þessar mundir mikill fjöldi flóttamanna – flestir sem hafa flúið vopnuð átök í Sýrlandi og Írak. María kemur til með að starfa í ERU-neyðarteymi finnska og þýska Rauða krossins sem mun sinna almennri heilsugæslu í bæjunum Cherso og Nea Kevala þar sem er talið að 8000 skjólstæðingar þurfi á aðstoð að halda. Neyðarteymið bregst þar með við kalli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) um aðstoð við flóttafólk við landamæri Grikklands og Makedóníu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta sé í annað sinn sem sendifulltrúi Rauða krossins starfar í Grikklandi en Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur, starfaði um sjö vikna skeið í Idomeni á haustmánuðum 2015. Síðastliðinn vetur hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggri aðstoð utanríkisráðuneytisins og íslensks almennings, veitt um 38 milljónum íslenskra króna til hjálparstarfs við flóttafólk í Grikklandi. Þetta er önnur sendiför Maríu fyrir Rauða krossinn en áður starfaði hún á færanlegum heilsugæslustöðvum (Mobile Health Clinics) í Dohuk í Írak á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Straumur flóttafólks hefur legið í gegnum Grikkland á undanförnum misserum en síðan í febrúar á þessu ári hefur myndast stífla við landamæri Makedóníu eftir að síðarnefnda landið ákvað að loka landamærum sínum. Um 10 þúsund flóttamenn eru nú staddir í bænum Idomeni og um 10 þúsund fleiri í nærliggjandi bæjum.
Flóttamenn Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira