Norðurá opnar á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2016 11:00 Norðurá opnar í fyrramálið Mynd úr safni Norðurá opnar í fyrramálið og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna í loftinu enda fyrstu laxarnir þegar búnir að sýna sig í ánni. Það verða stórsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundssson sem opna ánna þetta árið en síðan Einar Sigfússon tók við ánni hefur það orðið að skemmtilegri hefð að þekktir Íslendingar taki þar fyrstu köstin. Veiðin í Norðurá var eins og annars staðar mjög góð í fyrrasumar en þá veiddust 2886 laxar í ánni sem þó fór vel af stað eftir kalt vor. Það er mikill munur á aðstæðum núna og það verður fróðlegt að sjá hvernig veiðin verður fyrsta daginn þar sem það spáir björtum og hlýjum degi á morgun. Lax hefur sést á nokkrum stöðum í Norðurá t.d. í Stekk, Laxfossi, Brotinu, Eyrinni og Hvarahyl svo það gæti verið nokkuð af laxi þegar gegnin í ánna. Við verðum vonandi með fyrstu tölur úr Norðurá fyrir hádegi á morgun Mest lesið Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Vantar um 1000 laxa miðað við sama tíma í fyrra Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði
Norðurá opnar í fyrramálið og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna í loftinu enda fyrstu laxarnir þegar búnir að sýna sig í ánni. Það verða stórsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundssson sem opna ánna þetta árið en síðan Einar Sigfússon tók við ánni hefur það orðið að skemmtilegri hefð að þekktir Íslendingar taki þar fyrstu köstin. Veiðin í Norðurá var eins og annars staðar mjög góð í fyrrasumar en þá veiddust 2886 laxar í ánni sem þó fór vel af stað eftir kalt vor. Það er mikill munur á aðstæðum núna og það verður fróðlegt að sjá hvernig veiðin verður fyrsta daginn þar sem það spáir björtum og hlýjum degi á morgun. Lax hefur sést á nokkrum stöðum í Norðurá t.d. í Stekk, Laxfossi, Brotinu, Eyrinni og Hvarahyl svo það gæti verið nokkuð af laxi þegar gegnin í ánna. Við verðum vonandi með fyrstu tölur úr Norðurá fyrir hádegi á morgun
Mest lesið Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Vantar um 1000 laxa miðað við sama tíma í fyrra Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði