Lífið

Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sansa Stark og Theon Greyjoy, skömmu eftir að þau stukku fram af veggjum Winterfell.
Sansa Stark og Theon Greyjoy, skömmu eftir að þau stukku fram af veggjum Winterfell. Vísir/HBO
Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi.

Þættirnir njóta gríðarlegra vinsælda og horfa mörg hundruð milljónir manna á þá vikulega.

Síðustu mánuði hefur komið fram orðrómur um að þættirnir eigi eftir að taka enda eftir áttundu seríuna og að seríur sjö og átta verði styttri, eða aðeins sjö þættir í staðinn fyrir tíu eins og aðdáendur þeirra eru vanir.

Nú hefur verið staðfest að sjöunda serían verði sjö þættir.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×